aðstæður fannst í 4 gagnasöfnum

aðstæður -nar -stæðna

aðstæður nafnorð kvenkyn fleirtala

það hvernig e-u er háttað, það hvernig e-ð er, hættir

í dalnum eru góðar aðstæður til búsetu

það er erfitt að stunda nám við þessar aðstæður

fyrirtækið ætlar að kynna sér aðstæðurnar á markaðnum

bíllinn er sérútbúinn fyrir aðstæður á jöklum

skýrslan miðast við núverandi aðstæður

í ljósi ríkjandi aðstæðna þarf að draga úr ríkisrekstri

<siglt verður út í eyjar> ef aðstæður leyfa


Fara í orðabók

aðstæður no kvk flt
eins og aðstæðum er háttað

aðstæður
[Iðjuþjálfun]
[skýring] Færni einstaklings er háð þeim aðstæðum sem hann býr við. Iðjuþjálfar taka tillit til þeirra við íhlutun. Þeir geta valið meðferðarleiðir með hliðsjón af aðstæðum eða haft áhrif á þær í því skyni að auka færni. Aðstæður eru hér notaðar í víðri merkingu og varða bæði tíma og umhverfi (sjá einnig töflu 3).
[enska] performance context

aðstæður
[Læknisfræði]
[enska] situation

aðstæður kv
[Málfræði]
samheiti bakgrunnur
[skilgreining] AÐSTÆÐUR eða BAKGRUNNUR þess sem er sagt getur skipt miklu fyrir hvernig ber að skilja og túlka orðræðuna. Aðstæður eru ávallt það umhverfi sem orðræða fer fram í en stundum er þetta hugtak einnig haft um fyrirfram þekkingu mælanda/viðmælanda á umheiminum sem oft er vísað til í orðræðu.
[enska] context