abbáti fannst í 1 gagnasafni

ábóti, †abbáti, †abbati k. ‘forstöðumaður munkaklausturs’; sbr. fær. abbati, fsæ. ab(b)ot(e), d. abbed. To. < lat. abbas (þf. abbatem) < gr. abbas < sýrl. abbā ‘faðir, munkur’. Sjá abbadís, en bæði þessi to. hafa borist inn í íslenskt mál með kristninni.