abbatissa fannst í 1 gagnasafni

abbadís, †abbatissa kv. ‘forstöðukona nunnuklausturs; ⊙óknyttakvendi, harðdugleg kona’; sbr. nno. abbedisse, abbetisse, fd. abbatisse, abbadisse. To. úr mlþ. abbadisse < lat. abbatissa. Orðið gæti þó verið komið beint úr lat. abbadissa, abbatissa; það er dregið af lat., gr. abbas ‘ábóti’. Síðari liður íslensku orðmyndarinnar hefur lagað sig eftir dís kv. Sjá ábóti. (Merkingin ‘óknyttasöm og harðdugleg kona’ er e.t.v. ættuð frá siðskiptatímanum og einhver hugtengsl við so. abbast koma þar til greina).