afbökun fannst í 4 gagnasöfnum

afbökun -in -bökunar; -bakanir, ef. ft. -bakana

afbökun nafnorð kvenkyn

það að afbaka, brengla e-ð

orðið 'spássera' er afbökun á danska orðinu 'spadsere'


Fara í orðabók

afbökun no kvk (afmyndun, brenglun)
afbökun no kvk (brenglað málfar)

afbökun
[Læknisfræði] (geðl.)
[enska] distortion

afbökun
[Sjómennsku- og vélfræðiorð]
[enska] distortion

afbökun kv
[Uppeldis- og sálarfræði]
[skilgreining] hagræðing hugmyndar á þann veg, að hún sýnir ekki framar réttilega það sem hún átti að tákna
[skýring] Fyrir afbökun geta forboðnar eða ótækar hugsanir og skyndihvatir komist dulbúnar úr dulvitund til meðvitundar
[enska] distortion

afbökun
[Lögfræðiorðasafnið]
[skilgreining] Aflögun, rangfærsla.
[skýring] Í 2. og 3. gr. sml. eru reglur er lúta að því hvernig fer ef löggerningur aflagast eða afbakast á leiðinni frá sendanda til móttakanda. Meginreglan er sú að löggerningurinn í sinni afbökuðu mynd hefur engin réttaráhrif gagnvart löggerningsgjafa, og það enda þótt móttakandi sé grandlaus um þennan annmarka. Frá þessari meginreglu eru þó tvær undantekningar, sbr. 3. mgr. 32. gr. sml. (sök sendanda og at­hafnaleysi seljanda þrátt fyrir vitneskju um mistök).