affikti fannst í 1 gagnasafni

⊙af-eykur kv.ft. (19. öld), sjá afuggur, afviggur og afhögg. -farir kv.ft. ‘lok’, sbr. affaragóður, affarasæll; líklega myndað af forskeyttri so. *affaran, sbr. fhþ. abfaran ‘fara á brott’. -ferja s. s.s. offerja (sjá offara). -fikti, -fekt, -fekti h. (18. öld) ‘hégómaháttur, afkáraháttur í framkomu’. To. úr d. affekt ‘geðshræring, æsing’ < lat. affectus ‘hugarástand’. -front h. (19. öld) ‘tilgerð, afkáraskapur, móðgun’; affrontera s. (18. öld) ‘misbjóða, móðga’. To., sbr. d. affront, líkl. ættað úr fr., sbr. fr. affront ‘opinber móðgun,…’. Orðið er þó tæpast komið inn í ísl. beint úr fr., heldur um milliliði eins og d. eða lþ., sbr. gþ. affront ‘móðgun’. Orðið virðist hafa sætt merkingaráhrifum frá front (s.þ.). -geipa ao. ‘ákaflega, óhemjulega’, fara a. ‘villast algerlega, ana út í villu’; sk. geip h., geipa s. og geipi-; af- í herðandi merkingu. -gelja kv. † ‘þvaður, mas’, leitt af so. *aƀgalan, sk. gala og geljandi, af- í herðandi og niðrandi merkingu. -glapi k. ‘glópur, reginfífl’, -glöp h.ft. ‘reginvillur eða yfirsjónir’, e.t.v. leitt af so. *aƀ-glapōn ‘glepja algerlega’, a.m.k. er af- notað í herðandi merkingu. Sk. glepja, glöp, glópur og glæpur. Sjá glap. -(h)rapi k. ‘örvasa maður, vesalingur’ (í físl.), en einnig ‘afturför, tjón’ (í nísl.); sbr. fsæ. afrape ‘vesæll, fátækur og örvasa maður’. Sennilega leitt af so. *afhrapōn ‘falla af’, sbr. hrapa; upphafl. merk. ‘úrkast, rusl’ e.þ.u.l. -hroð h. ‘tjón, skaði’, ummyndað úr afráð (s.þ.) m.a. fyrir hugtengsl við so. að hrjóða (1); afhroð þekkist líka í merk. ‘afrak af túni; væskilslegur maður, vanfóðruð skepna’ og er í þeirri veru efalítið dregið af so. hrjóða (1) og forsk. af-. -hvarf h. ‘úrleiðis krókur, lykkja á leið’; e.t.v. leitt af so. *afhwerfan ‘snúa úr leið’. Sjá hverfa (2). -högg h. ‘það að höggva af; e-ð afhöggvið, t.d. þráðarendar á vefjaruppistöðu’; sbr. nno. avhogg ‘e-ð afhöggvið,…’. Sjá afeykur, afuggur, afvikur, afviggur, sem virðast afbökun úr afhögg í síðarnefndu merkingunni.