afhendingartími fannst í 2 gagnasöfnum

afhendingartími
[Lögfræðiorðasafnið]
[skilgreining] Það tímamark þegar skuldari skal efna skuld sína.
[skýring] Skuldara ber að efna skuld sína á réttum tíma, en ella er um vanefnd hans að ræða sem heimilar kröfuhafanum að jafnaði ýmis vanefndaúrræði. Sjá jafnframt greiðsludráttur.