afkomuviðvörun fannst í 2 gagnasöfnum

afkomuviðvörun kv
[Nýyrðadagbók]
[skýring] "Þegar sýnt þykir að afkoma fyrirtækis á Verðbréfaþingi verði annaðhvort mun verri eða betri á árinu en áætlanir fyrirtækisins höfðu áður sýnt er því skylt að senda frá sér afkomuviðvörun."
[dæmi] ,,Niðurstaða Verðbréfaþings í máli afkomuviðvörunar Íslandssíma hefur vakið upp umræður." Mbl. 18.8.2001.

afkomuviðvörun
[Lögfræðiorðasafnið]
[skilgreining] Upplýsingar um veruleg frávik frá áætlunum um afkomu félags.
[skýring] Skv. 2. mgr. 10. gr. reglugerðar 433/1999 um upplýsingaskyldu útgefenda, kauphallaraðila og eigenda verðbréfa, sem skráð eru í kauphöll, er félögum skylt að tilkynna um veruleg frávik frá áður birtum afkomu-og rekstraráætlunum um leið og félaginu er kunnugt um frávikin og skal það þá senda kauphöll upplýsingar um slíkt, hvort sem ætla má að þau frávik leiði til betri eða verri afkomu en áætlað hafði verið.