afrétt fannst í 6 gagnasöfnum

afrétt -in -réttar; -réttir afréttar|ganga; afréttar|lönd

afréttur -inn -réttar; -réttir afréttar|ganga; afréttar|lönd

afrétt nafnorð kvenkyn

afréttur


Fara í orðabók

afréttur nafnorð karlkyn

haglendi upp til heiða þar sem búfé margra jarða gengur í sumarhögum, afrétt


Fara í orðabók

Orðið afrétt er kvenkynsorð. Norðlensk málvenja um sumarbeitiland, t.d. Hofstaðaafrétt. Samsvarandi orð sunnanlands er í karlkyni, afréttur, t.d. Hrunamannaafréttur. Orðið rétt (fjárrétt, hestarétt) er í kvenkyni um allt land.

Lesa grein í málfarsbanka

afréttur
[Læknisfræði]
[enska] reduced

bithagi
[Landafræði] (1.2.c)
samheiti afréttur, graslendi
[enska] range

afréttur
[Umhverfisorð (albert s. sigurðsson)]
[skilgreining] Afréttur er landssvæði utan byggðar sem að staðaldri hefur verið notað til sumarbeitar fyrir búfé. Tengd hugtök: Þjóðlenda, eignarland, búfé, hálendið
[enska] grazing pasture

afréttur
[Lögfræðiorðasafnið]
[skilgreining] Beitiland, beitarréttur sem fleiri eiga saman, sbr. Grágás.

afréttur
[Lögfræðiorðasafnið]
[skilgreining] Landsvæði utan byggðar sem að staðaldri hefur verið notað til sumarbeitar fyrir búfé, sbr. 2. gr. jarðalaga 81/2004.
[skýring] Fyrir gildistöku l. 58/1998 um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta gat a. verið ákveðið form á eignarhaldi lands, þ.e. a) a. sem voru fullkomin eignarlönd tiltekins eða tiltekinna aðila, b) a. sem aðeins voru afréttareign og c) afréttarítök. Í 5. gr. l. 6/1986 um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. segir: „Það skulu vera afréttir, sem að fornu hafa verið. Þó getur stjórn fjallskilaumdæmis ákveðið nýja afrétti eftir tillögum sveitarstjórnar, ef við á, og með samþykki landeiganda. Enn fremur geta sveitarstjórnir, með samþykki stjórnar umdæmis, ef við á, breytt takmörkum afrétta og lagt til þeirra land, er þær hafa full umráð yfir. Ekki verður afréttarland, þótt í einkaeign sé, gert að heimalandi, nema samþykki sveitarstjórnar komi til. " Sjá einnig afréttur einstakrar jarðar eða stofnunar, samnotaafréttur og upprekstrarréttur.

af-ráð h. † ‘gjald; tjón’; sbr. gjalda a.; < *aƀraiða (ai > í áherslulitlu atkvæði), leitt af so. *aƀ-raiðian ‘gjalda, reiða af hendi’. Sjá reiða (2) og greiða; ath. afhroð h. Af afráð er leitt aukn. †afráðskollr eiginl. ‘sá sem veldur tjóni’. -raki k. † konungs- eða höfðingjaheiti (í þulum). Uppruni óviss, e.t.v. tengt afrek (s.þ.). -rek h. ‘dáð, frægðarverk’; sbr. fær., nno. avreks-; leitt af so. *aƀwrekan ‘reka (vinna) ötullega’ e.þ.h.; sbr. svipaða merkingarþróun í afdrif. Sjá reka (2); ath. afraki. -rétt kv., afréttur k. ‘heiðaland, sumarhagar sauðfjár’, < *aƀwrehti- af so. *aƀwrekan ‘reka á brott’ e.þ.u.l. Sjá rétt og reka (2).