afrita fannst í 5 gagnasöfnum

afrit -ið -rits; -rit

afrita -ritaði, -ritað

afrit nafnorð hvorugkyn

uppskrift bréfs, skjals eða rits, samhljóða eintak

afrit af <bréfinu>


Sjá 2 merkingar í orðabók

afrita sagnorð

fallstjórn: þolfall

búa til samhljóða eintak, varaeintak

hann afritaði bréfið línu fyrir línu

bók þessa má ekki afrita með neinum hætti


Sjá 2 merkingar í orðabók

Notkun forsetninga er talsvert á reiki í nútímamáli og kemur óvissan m.a. fram í því að fs. sækir á, sbr. eftirfarandi dæmi:

finna einn helsta drifkraftinn að [fyrir; til] samvinnu ríkja;
styðja alþjóðlega samvinnu að lausnum [til að leysa .../til lausna á ...] sameiginlegra vandamála;
stórauka alþjóðlega samvinnu að lausnum [um lausnir ...] fjölda vandamála; leggja fram tillögu að breytingu [til breytinga];
koma fram með hugmynd að [um] uppástungu;
áhorfendur að [á] leik;
upphafið að [á ...] þættinum/ósköpunum;
undirbúningur að [fyrir] atkvæðagreiðslu o.s.frv.

Telja má vafalaust að merking ráði mestu um notkun forsetninga, þ.e. fs. mynda ákveðin tengsl við eða vensl með fylgiorðum sínum. Þetta má sjá af samtímalegum dæmum en einnig með því að bera saman dæmi frá ólíkum tíma. Jafnframt er ljóst að notkun forsetninga hefur breyst talsvert í aldanna rás og hún getur verið nokkuð flókin í þeim skilningi að oft og tíðum fléttast inn í nútímanotkun það sem má kalla fornar reglur eða steinrunnin ferli (hrekjast fyrir veðri og vindum).

Fs. getur vísað til hreyfingar í beinni merkingu (ganga að húsinu) og óbeinni (ganga að tilboði). Óbein merking getur einnig verið ‘í áttina að’ sem vísar þá til þess sem er ófullgert, í undirbúningi og því má gera ráð fyrir ákveðnu ferli eða merkingarflokki sem á við lýsingu fs.:

A. ‘ófullgert; undirbúningur’: drög að e-u; uppkast að e-u o.fl.

Forsetningin af vísar í fjölmörgum tilvikum til hluta af e-u sem er fullbúið og hér verður gert ráð fyrir að slíkt ferli sé einn merkingarflokka hennar, þ.e.:

B. ‘fullbúið; afrit’: afrit af e-u; kort af e-u; ljósrit af e-u; mynd af e-u; próförk af e-u; teikning af e-u; uppdráttur af e-u o.fl.

Til einföldunar mætti kalla A ‘undirbúningsmerkingu’ og B ‘afritsmerkingu’ og virðist undirbúningsmerkingin föst í sessi en þess gætir nokkuð að afritsmerking sæki í undirbúningsmerkingu, þ.e. B > A eða af > að. Í sumum tilvikum virðist hvor tveggja merkingin koma til greina. Menn geta t.d. virt fyrir sér/skoðað líkan af e-u (B) eða unnið að líkani að e-u (A), sbr. enn fremur að unnt er að vinna að handriti að kvikmynd og til eru mörg handrit af Brennu-Njáls sögu. Með tilliti til þessa má gera ráð fyrir eftirfarandi lið við lýsingu fs. að/af:
C = ‘A’ eða ‘B’: handrit af/að e-u; líkan af/að e-u o.fl.         

Í nútímamáli er breytingin af > að í þessu samhengi allalgeng, þ.e. flokki C vex ásmegin einkum að því er tekur til nokkurra orða, t.d.:

teikning að byggingu; uppdráttur að Íslandi; gera uppdrátt að e-u; lesa próförk að bók; Við og við eru að fljúga fyrir fregnir um frumrit að einhverju Nýja testamentis riti.

Athyglisvert er að breytingin tekur einkum til nokkurra orða (próförk, teikning, uppdráttur). Ástæðan kann að vera sú að einungis sum orð leyfa tvenns konar
túlkun eða merkingu eins og handrit og líkan.

Lesa grein í málfarsbanka

afrit
[Endurskoðun]
[enska] carbon copy

afrit hk
[Fundarorð]
[norskt bókmál] kopi,
[danska] kopi,
[enska] copy,
[finnska] kopio,
[færeyska] avrit,
[sænska] kopia

afrita
[Sjómennsku- og vélfræðiorð] (töl)
[enska] copy

eftirmynd
[Erfðafræði]
samheiti afrit
[enska] replica

eftirrit
[Myndlist]
samheiti afrit
[skilgreining] teikning gerð með því að draga upp útlínur eftir öðru myndverki (upprunalegu eintaki) í gegnum gegnsæjan pappír
[enska] tracing,
[danska] afskrift

afrita
[Hugbúnaðarþýðingar]
[enska] Copy

samrit (nýtt frumrit) hk
[Upplýsingafræði]
samheiti afrit, eftirrit
[sænska] kopia (manuskript),
[enska] copy (transcript),
[norskt bókmál] kopi (manuskript),
[hollenska] transcript (manuscript),
[danska] kopi (manuskript),
[franska] transcription (manuscrit),
[þýska] Abschrift (manuscript)

afrit hk
[Tölvuorðasafnið (útgáfa 2013)]
[enska] copy

afrita so
[Tölvuorðasafnið (útgáfa 2013)]
samheiti taka afrit
[skilgreining] Lesa gögn af gagnamiðli þannig að þau standi þar áfram óbreytt og skrifa sömu gögn annars staðar.
[skýring] Gögnin eru skrifuð á gagnamiðil sem má vera ólíkur upprunalega gagnamiðlinum.
[dæmi] Afrita skrá af segulbandi á seguldisk.
[enska] copy

samrit hk
[Tölvuorðasafnið (útgáfa 2013)]
samheiti afrit
[skilgreining] Aukaeintak af tölvupósti, sent um leið og aðaltölvupóstur.
[enska] carbon copy

afrit
[Lögfræðiorðasafnið]
samheiti eftirrit
[skilgreining] Skjal sem er efnislega samhljóða frumriti þess en stundum óundirritað eða með ljósritaðri undirritun.
[skýring] eftirrit.