afsala fannst í 6 gagnasöfnum

afsal -ið -sals; -söl afsals|bréf; afsals|bækur

afsala -salaði, -salað afsala sér réttindum

afsal nafnorð hvorugkyn

það að afsala sér e-u

afsal á auðlindum


Sjá 2 merkingar í orðabók

afsala sagnorð

fallstjórn: (þágufall +) þágufall

láta frá sér e-ð sem maður á rétt á

hún afsalaði sér arfinum

konungurinn hefur afsalað sér krúnunni

landið ætlar ekki að afsala sér fullveldi sínu


Fara í orðabók

Sögnin afsala ‘afsegja sér e-ð; gefa frá sér rétt yfir því sem manni ber’ er einkum notuð með tvennum hætti: afsala sér e-u (e-ð) og afsala e-ð/vald sitt í hendur e-m.

Í gömlu máli og fram undir lok 19. aldar var myndin afsala sér e-ð nánast einhöfð, t.d.:

eftir að hann væri búinn að afsala sér jörðina og kvitta fyrir verð hennar hefði hann staðið eftir með tvær hendur tómar (s19 (Fylgsn I, 322));
allt komst í þrot og konungur varð að afsala sér aðalþáttinn í peningastjórn ríkisins (NF X, 33 (1850));
Það er nóg í þetta sinn að halda sér fast við það að konungur hefir sjálfkrafa afsalað sér hið fulla einveldi (NF VIII, 5 (1848));
Framar seldi nú og afsalaði síra Halldór Daðason biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni til fullkomlegrar heimildareignar alla hálfa jörðina Geldingaholt (Safn XII, 130 (1662)).

Þetta munstur er algengt í íslensku en þar stendur þf. sem beint andlag, t.d.:

afsegja sér e-ð; dæma sér e-ð; kaupa sér e-ð; leyfa sér e-ð; heimila sér e-ð; panta sér e-ð; taka sér e-ð o.fl.

Elsta örugga dæmi sem ég hef rekist á um breytinguna afsala sér e-ð > afsala sér e-u er frá 20. öld:

að hann með góðri heilsu og hraustum líkama hefði ekki lekið svo bóndaeðlinu suður í Víkinni, að hann gæti ekki afsalað sér ‘brauðinu’ (ÞGjall IV 2, 128 (OHR)).

Þess eru fjölmörg dæmi að sama sögn í ólíkri merkingu geti ýmist stýrt þf. eða þgf. (vísar til hreyfingar), t.d.:

ausa bátinn – ausa vatninu
eyða landið – eyða öllu
festa e-ð – festa e-u
moka tröppurnar – moka snjónum
ræna bankann – ræna peningunum
sópa gólfið – sópa ruslinu
vefja fingurinn – vefja treflinum.

Ætla má að breytingin afsala sér e-ð > afsala sér e-u sé af sama meiði og má hana þá rekja til merkingarbreytingar.

***

Mér virðist ýmiss konar klúður nokkuð áberandi í fjölmiðlum nútímans. Í mörgum tilvikum má ætla að um klaufaskap sé að ræða eða fljótfærni sem kann að tengjast hraða nútímans. Til gamans legg ég nokkur slík dæmi í dóm lesenda:

Ég er gríðarlega stoltur yfir árangri spítalans (Sjónv 16.5.18) [gleðjast yfir e-u];
Sjálfstæðismenn og óháðir hafa haldið í stjórnartaumana ... (St2 14.5.18) [ríghalda í e-ð];
Skjólshúsi var kastað yfir hátíðargesti [eftir að tjöld fuku] (Sjónv 20.5.18) [skjóta skjólshúsi yfir e-n];
það er nokkuð seint um rassinn gripið að fara að byggja korteri fyrir kosningar (14.5.18) [seint í rassinn gripið];
fólk hefur ekki roð í að koma sér upp þaki yfir höfuðið (14.5.18) [hafa ekki roð við e-m; eiga ekki ‘sjens’ í e-ð];
Hvaða kröfur getum við sett á landsliðið? (St2 21.5.18) [gera kröfur til e-s];
Hitinn náði 11-12 gráður [gráðum] á Norðausturlandi þó að sólin [sólar] hefði ekki notið við að ráði (Sjónv 7.5.18).

Jón G. Friðjónsson, 20.7.2018

Lesa grein í málfarsbanka

afsala so
[Hagfræði] (um eign)
[enska] convey

afsal hk
[Hagfræði] (eignar)
[enska] conveyance

undanþága kv
[Stjórnmálafræði]
samheiti afsal
[enska] waiver

ráðstafa so
[Stjórnmálafræði]
samheiti afsala, losa sig við
[enska] dispose of

tilfærsla kv
[Stjórnmálafræði]
samheiti afsal, flutningur, framsal, yfirfærsla
[enska] transfer