aftur fannst í 7 gagnasöfnum

aftur aftur á bak; aftur á móti; hún sat aftur í (sjá § 2.6.1 í Ritreglum)

aftur atviksorð/atviksliður

um endurtekningu á hreyfingu og stefnu, á ný

ég ætla að fara núna en koma aftur á morgun

bókin var svo góð að ég ætla að lesa hana aftur

<ganga> fram og aftur

líta aftur

aftur á bak

aftur og aftur

enn og aftur


Sjá 2 merkingar í orðabók

aftur ao
reyna aftur
liggja aftur á bak
hugsa fram og aftur um <þetta; hann, hana>
róa fram og aftur
halda aftur af <honum, henni>
Sjá 100 orðasambönd á Íslensku orðaneti

Orðasambandið fram og aftur með vísun til stefnu er algengt í fornu máli, t.d.:

Þórir gekk eftir skipinu fram og aftur (ÓH 391 (1250-1300)); (Hkr II, 252);
Þá var hlaupið til austrar bæði fram [á skipinu] og aftur (Sturl I, 127).

Það er kunnugt í ýmsum afbrigðum, t.d.:

ganga aftur og fram um eyna (ÓTOdd 135);
hann kleif aftur og fram um bjargið (ÍF VII, 242);
fór hann nú aðra leið aftur en áður hafði hann fram farið (Mar 575);
gekk þar aftur og fram um gólfið (m16 (Reyk II, 18));
stökk upp fyrir hann fram og aftur (m16 (Reyk II, 297)).

Hin forna merking helst fram á 19. öld, t.d.:

þannig að eitt [skip] gengi í hverjum mánuði á sumrum fram og aftur milli Íslands og Kaupmannahafnar (Rvp II, 39 (1848)).

Orðasambandið fram og til baka er notað í mjög svipaðri merkingu og fram og aftur. Það á rætur sínar í dönsku og er elsta dæmi um það frá 17. öld:

heldur fór hann hingað og þangað, fram og til baka, leitandi alls staðar tilefnis (f17 (PangPost h, Vv (OHR))), sbr. einnig:

fylgd á hann ætíð skilið fram og til baka (m18 (ÆvÞPét 309));
flytja sitt eigið fram og til baka (f18 (Jarðab VI, 239)).

Sá sem þetta ritar telur að hið danskættaða orðasamband fram og til baka hafi nánast alveg gengið af orðasambandinu fram og aftur dauðu í merkingunni ‘á áfangastað og af; báðar leiðir’ og finnst ugglaust sumum engin eftirsjá að því. Atviksorðið aftur lifir hins vegar góðu lífi í öðrum samböndum, t.d.:

hverfa/snúa aftur og aftur til fortíðar; og eitt er að ganga aftur (afturganga) en annað að ganga til baka.

Enn fremur er merking orðasambandanna ganga fram og ganga aftur skýr, sbr. eftirfarandi dæmi:

þar sem menn kaupast við að lögum þá skal aftur ganga oftalt [‘oftalið’] en fram vantalt þar til sem þeir hafast réttar tölur við (Alþ III, 150 (1598)).

Og margir munu muna eftir vangaveltum Þórbergs Þórðarsonar um hina ‘sögulegu’ setningu sem ‘flæktist’ upp í huga hans:

Hann gekk aftur fyrir konunginn, þ.e. (1) ganga aftur [‘öðru sinni’] fyrir konunginn eða (2) ganga aftur fyrir [‘aftur fyrir bakið á k.’] konunginn.

Reyndar var Þórbergur að velta því fyrir sér hvort rita skyldi aftur fyrir í einu orði eða tveimur [Nokkur orð um skynsamlega réttritun (1941). Birt í Ritgerðir II, 87]. Grein Þórbergs er stórskemmtileg aflestrar en við blasir að efnið snýst fremur um merkingu en rithátt (setningafræði).

Auðvelt er að finna fjölmargar hliðstæður við dæmi Þórbergs og þá er það jafnan svo að önnur túlkunin er nærtækari en hin, t.d.:

1a. Hann gekk aftur fyrir kónginn
1b. (?)Hann gekk aftur fyrir kónginn
2a. (?)Hann gekk aftur fyrir húsið
2b. Hann gekk aftur fyrir húsið

Eg hygg að túlkun 1a (‘öðru sinni’) sé mun eðlilegri en skilningur 1b (‘á bak e-m’) en þessu er öfugt farið hvað varðar dæmi 2a og 2b. Það er tiltölulega auðvelt að skýra þennan mun eins og undirstrikanir gefa til kynna að viðbættum valhömlum en reynsla mín sem kennara hefur fært mér heim sanninn um það að einfaldast sé að benda á merkingarmun dæmanna, höfða til málkenndar manna.

Rétt og skylt er að geta að dæmi þar sem tveir kostir koma til greina eru auðfundin, t.d.:

3a. Hann settist upp í rúminu
3b. Hann settist upp í rúmið

Dæmi sem þessi (3a-b) eru til þess fallin að staðfesta mikilvægi merkingar og eru að breyttu breytanda af sama toga og dæmi (1a-b) og (2a-b).

Jón G. Friðjónsson, 18.3.2017

Lesa grein í málfarsbanka


Nafnorðið mót (hk.) er býsna flókið að merkingu, bein merking getur m.a. verið ‘fundarstaður, fundur, samkoma’. Í fjölmörgum samböndum hefur mót hins vegar glatað eigin merkingu og fengið í stað hennar það sem kalla má hlutverksmerkingu. Sem dæmi má nefna þróun orðasambandsins til móts við ‘til fundar við’ sem breytist fyrst í móts við en getur síðan fengið myndina á móts við í báðum tilvikum í breyttri merkingu.
 
Annað dæmi um breytta merkingu no. móts er orðasambandið aftur á/(í) móti/(mót). Það er ekki kunnugt í fornu máli en kemur fyrir í ungum afritum í merkingunni ‘í staðinn’:

en Sörli fekk hans systur aftur í móti (FN III, 228);
en hann hét henni afarkostum aftur í mót (FN II, 40);
taka hundraðfalt aftur í mót (Mar 1049).

Svipuð merking er einnig algeng í síðari alda máli, t.d.:

Ég gat reglulega kennt í brjóst um sjálfa mig þegar hann unni mér ekki aftur á móti (m19 (Fjöln I, 156));
til þess að þóknast þeim og ná aftur í móti ýmsum hagsmunum fyrir sig og ættmenn sína (m19 (PMMið 181)).

Elstu dæmi úr síðari alda máli eru frá 17. öld og þar virðist merkingin vera ‘hins vegar’:

Þórður skal aftur á mót henni tryggð og hollustu ... auðsýna (Safn XII, 243 (1669));
Hann aftur á mót skal í lærdómi og lifnaði við alla skikkanlega og skynsamlega umgangast (Safn XII, 243 (1669));
*En þér til heiðurs aftur á mót (m17 (HPPass XIV, 25));
En þar aftur á móti verður hann [eldurinn] sá allra skaðsamlegasti (s18 (JS 339));
í því aftur á mót, sem þeir neita sé til orðið af tilviljun (s19 (TBókm XIX, 7)).

Orðasambandið þvert á móti (e-u) á sér samsvaranir í fornu máli og þar virðist merking vera bein:

var það og þvert í móti mínum vilja að hann var hingað boðinn (s15 (ÍF XIII, 154));
En eg vil ekki ganga með því máli, ef það er þvert mót þínu skapi (Flat II, 159);
nú þvers í móti (Hsb 179 (1302-1310)).

Elsta dæmi úr síðari alda máli er frá 16. öld:
bífalar [‘skipar’] þar þó þvert í móti (Alþ I, 289 (1574));
Hér þvert á móti gjöra menn að þeir bæði dýrka þau [skurgoð] og vegsama (DI XI, 531 (1547)).

Hér virðist merkingin vera óbein og ber notkunin keim af dönsku (tværtimod), sbr. einnig:
 
þvert á móti er eins og alveg hafi slegið í baksegl undir eins og stjórnarskráin var gefin með þjóðhátíðinni (m19 (BGröndRit IV, 419)); 
enginn skaði ... sannaður ... heldur þvert á móti (Ldsyrd I, 308 (1809)).

***

Á þessum vettvangi hefur verið vikið nafnorðastílnum svo kallaða, tilhneigingu til að ofnota nafnorð eða búa til ‘ný’ samsett nafnorð. Dæmi um þetta blasa víða við. Á forsíðu Morgunblaðsins í morgun gat t.d. að líta þriggja dálka fyrirsögn:

Efla þarf skaðaminnkun (Mbl 5.1.17, 1).

Í meginmáli mátti lesa að um var að ræða það sem kallað var skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, einnig kom fram að brýnt væri að þjónusta þennan hóp út frá skaðaminnkun og enn fremur: Þarf að efla skaðaminnkunarþjónustu verulega (Mbl 5.1.18, 14). – Ekki er öll vitleysan eins, þá væri ekkert gaman að henni.

***

Í Ceciliu sögu meyjar má lesa skemmtilegar vangaveltur um ‘heimsins mekt’:

Allt veldi manna er sem belgur blásinn sá [er] þegar slaknar og visnar (Heil I, 291 (1500));
Allt veldi manna er sem vindböllur [‘blaðra’] sé blásinn er svo sýnist sem fullur sé og þrútinn en hann visnar allur þótt einni nálu sé stungið á honum (Heil I, 291 (1500)).

Jón G. Friðjónsson, 5.1.2018

Lesa grein í málfarsbanka

aftur
[Sjómennsku- og vélfræðiorð] (á skipi)
[enska] aft

aftur, †aptr ao. ‘til baka, á ný’; sbr. fær. aftur, nno. atter, nsæ. åter, fsæ. apter, d. atter, fe. æfter, fhþ. aftar, gotn. aftra, sbr. gr. apōtérō ‘lengra í burtu’, sk. af (1), afar, eftir o.s.frv.; sbr. einnig aftan ao. ‘að baki, að aftanverðu’, nno. attan, fe. æftan, gotn. aftana ‘aftan frá’. Sjá aftan.