afturbeyging fannst í 3 gagnasöfnum

afturbeyging nafnorð kvenkyn

það þegar notað er afturbeygt fornafn (raka sig, þvo sér, skammast sín)


Fara í orðabók

Almenna reglan er að nota sig þegar gerandi og þolandi er sami maður: Sigga meiddi sig. Þegar vísað er á milli aðalsetninga og aukasetninga er hins vegar oftast notað persónufornafn (hann, hún, það) en ekki sig, t.d.: Gunna sagði að þetta væri betra en hana minnti. Það er helst í að-setningum og spurnarsetningum þar sem fylgir viðtengingaháttur að notað er sig/sér/sín. Hún velti því fyrir sér hvort eitthvað væri líkt með sér og föður hennar.

Lesa grein í málfarsbanka

afturbeyging kv
[Málfræði]
[skilgreining] Aðferð til að sýna að rökliðir (andlög og frumlög) hafi sömu vísun. Í íslensku nútímamáli vísar afturbeygða fornafnið sig (andlag) til undanfara síns (frumlags). Í öðrum tungumálum eru t.d. notuð aðskeyti, orðaröð og fallbeyging til að sýna afturbeygingu.
[enska] reflexivization

afturbeygja kv
[Læknisfræði]
samheiti afturbeyging, aftursveigja, bakbeygja
[skilgreining] Beygja (beyging) í átt að bak- (dorsum) eða réttihlið (extensor aspect) handar eða fótar.
[enska] dorsiflexion