aga fannst í 6 gagnasöfnum

aga agaði, agað kennarinn agaði börnin

agi -nn aga halda uppi aga; aga|regla; aga|brjótur

aga sagnorð

fallstjórn: þolfall

beita (e-n) aga

kennararnir reyna sífellt að aga nemendur sína

hann þarf að aga vinnubrögð sín betur


Fara í orðabók

agi nafnorð karlkyn

það að semja sig að ákveðnum, oft ströngum, reglum um hvernig beri að haga sér við ákveðnar aðstæður

beita <hana> aga

vera undir aga


Fara í orðabók

agi no kk (aðhald)
agi no kk (ófriður)

agi
[Sjómennsku- og vélfræðiorð]
[enska] discipline

agi kk
[Uppeldis- og sálarfræði]
[skilgreining] stjórn yfirboðara á þeim undirgefna, einkum gát á hegðun og beiting refsingar fyrir afbrot
[enska] discipline

aga
[Lögfræðiorðasafnið]
[skilgreining] Refsa, temja, siða, koma á nauðsynlegum aga (sbr. að aga e-n til hlýðni).

agi
[Lögfræðiorðasafnið]
[skilgreining] Tamning við reglur, reglusemi (sbr. vera undir aga).
[skýring] Sjá skipsagi, agavald og agavald skipstjóra.

agi
[Lögfræðiorðasafnið]
[skilgreining] Ótti, lotning.

agi
[Lögfræðiorðasafnið]
[skilgreining] Ófriður (sbr. það er agasamt nú um stundir).

1 aga s. ‘ægja; refsa, siða’; sbr. fær. aga ‘átelja, refsa’, nno. aga ‘hræða’, sæ. aga ‘siða, temja’, gotn. unagands ‘óhræddur’. Sjá agi (1).


2 aga s. (17. öld) ‘vætla, renna, fljóta, mora’; sbr. nno. aga ‘vagga, bylgjast, mora, streyma, klígja’. Sjá agi (2) og ægja (2).


1 agi k. ‘ótti, ófriður, strangt aðhald’; sbr. aga (1) og fær. agi, nno. age, sæ. aga, d. ave, fe. ege, fhþ. agiso, gotn. agis; sk. gr. ákhos ‘kvíði, hryggð’, fír. ad-ágor ‘óttast’. Sjá óa (1), ógn (1), ótti, ýg(u)r (2), ægir (2), ægja (1) og ögra. Agi kemur einnig fyrir sem karlmannsnafn í fnorr., t.d. fd.


2 agi k. (17. öld) ‘væta, vatnsrennsli, blautur jarðvegur’; sbr. nno. age ‘velgja, ógleði’ og e.t.v. fær. øgul, øgil ‘krapaelgur, leysingarvatn (í á)’. Sk. aga (2), ægja (2) og e.t.v. öglir, ögur (5) og ögurstund. Um frekari ættartengsl er óvíst, en orðið gæti verið skylt á (1), ey (1), ægir (2) og lat. aqua ‘vatn’; (w-ið kynni að hafa fallið niður á undan kringdu sérhljóði (*agwōn < ie. *akōn); agi tæpast < ie. *agh- sk. gr. akhlý̄s ‘þoka’, fprússn. aglo ‘regn’).