aggast fannst í 1 gagnasafni

1 agg h. ‘þræta, nöldur, smáillindi’; agga(st) s. (17. öld) ‘deila, jagast, nagga’. Sbr. fær., nno. agg (s.m.), sæ. agg ‘verkjarstingur’, hjaltl. ag(g), sæ. máll. agga ‘erta’; nno. agga ‘angra, ónáða’. Sk. agg (2), agga (1), aggur k., agl h., egg kv., ögg ‘sagartönn’, ögn (1), -áll (1), sbr. ennfremur uggi (1) og uggur. Orð þessi eiga sér ættingja í öðrum ie. málum, sbr. lat. acer ‘hvass, beittur’, aciēs ‘egg, oddur’, gr. akís ‘broddur’, fsl. osla ‘brýni, hein’. Af sama toga er aggan kv. (17. öld) ‘deila, rifrildi’.