aggva fannst í 1 gagnasafni

aggva kv. (19. öld) ‘smáalda, straumbára’; ummyndun úr öfga (1) (af öfugur l.) > ög(g)va (sbr. öfgar > öggvar, göfga > gög(g)va). Eftir aukaföllunum öggvu er svo búið til nýtt nf. aggva (sbr. völva: völu > val(v)a: völ(v)u). (Í Lbs. 220 8vo (frá öndverðri 19. öld) segir að öfga merki smávindbáru hvíta í toppinn og sé einnig heiti á skeri eða boða út af Selvogi). Sjá agga (2).