agnarsögn fannst í 2 gagnasöfnum

agnarsögn kv
[Málfræði]
[skilgreining] Sögn sem er nátengd ögn (sagnarögn) og myndar merkingarlega heild með henni.
[skýring] Um afstöðu andlags til agnar gildir eftirfarandi í íslensku: Ef andlag agnarsagnar er fornafn getur það aðeins staðið til vinstri við ögnina. Ef andlagið er þungur nafnliður fer betur á að það standi til hægri við ögnina. Annars er staða andlagsins valfrjáls.
[dæmi] Ég skrifa þetta niður. Hann ætlaði að taka til. *Hann hefur sett niður þær. Hann hefur sett þær niður. Hann hefur sett niður kartöflurnar sem hann keypti af bóndanum í Þykkvabæ í fyrra. ??Hann hefur sett kartöflurnar sem hann keypti af bóndanum í Þykkvabæ í fyrra niður. Hann hefur sett niður kartöflur. Hann hefur sett kartöflur niður.
[enska] particle verb