alfr fannst í 1 gagnasafni

alf(u)r k. ‘aur, möl’, einkum í fno. staðarheitum. Orðið á líkl. við ljósleitan leir, sbr. þ. máll. alben ‘kalkborinn sandur (undir moldarlagi)’ og sæ. máll. alv (s.m.). Sennilega sk. lat. albus ‘hvítur’. Sjá álft, álfur (1); ath. elfa.


1 álfur, †alfr k. ‘hulduvættur, huldumaður; flón’; sbr. fær. álvur, elvur, nno. alv, sæ. älva, d. elv, gsæ. älf, fd. elv, fe. ielf, ælf (s.m.), nhþ. alp ‘mara’. Uppruni óviss. Sumir telja orðið í ætt við álft og elfa og lat. albus ‘hvítur’ og ætti það þá að merkja einhverjar bjartleitar vættir eða ljósálfa. Aðrir ætla að það sé skylt fi. r̥bhú (< *l̥bhú-) ‘verkhög (goð)vera; listamaður’. (Merkingin ‘flón’ í ísl. lýtur að annarlegu hátterni álfa í mannheimum).