alls fannst í 7 gagnasöfnum

alls alls 100 krónur

allur öll; allt allan daginn; um allan helming; hann er ekki allur þar sem hann er séður; allt að einu; nú er hann allur

alls atviksorð/atviksliður

þegar allt er talið eða reiknað, í allt, samtals

þetta gera alls 2000 krónur

í skólanum eru alls 500 nemendur

hann söng 15 lög alls


Fara í orðabók

allur fornafn
hliðstætt, nafnorðið (oftast) með greini

(um tiltekinn hóp eða afmarkað fyrirbæri, tímabil o.s.frv.) í heild

hann bauð allri fjölskyldunni í mat

mig verkjaði í allan skrokkinn eftir átökin

ferðalagið tók allt kvöldið og mestalla nóttina

bærinn er allur á kafi í snjó

öllum tónleikunum var útvarpað


Sjá 3 merkingar í orðabók

Algengast er að nota eftirfarandi orðasamband í karlkyni og segja allir sem einn. Það mælir þó ekkert á móti því að hafa það í kvenkyni, allar sem ein, eða hvorugkyni, öll sem eitt.

Lesa grein í málfarsbanka


Þolfall eintölu í karlkyni af óákveðna fornafninu allur er ritað allan.

Lesa grein í málfarsbanka


Ávallt skal rita í tveimur orðum eftirfarandi: allra best, allra fyrst o.s.frv.

Lesa grein í málfarsbanka


Ritað er alls ófróður en ekki „allsófróður“ þar sem alls er hér atviksorð en ekki forskeyti.

Lesa grein í málfarsbanka


Viðskeytið -na hefur sterka bendivísun og var það algengt í fornu máli, sbr.:

þá spurði Halli hvað hann segði tíðinda. Ekki enna, [< enn-na ‘enn þá’]“ sagði hann (ÍF IX, 74);
Eigi þérna [‘ekki þér þarna’] (Mork 280);
Er þatna [‘er það svo’] (f14 (Pst 459)).

Í nútímamáli má sjá –na-viðskeytið í ýmsum smáorðum, t.d.: gjarna; hana (nú); hérna, núna; svona; þarna og í gærna (m19 (JThSk II, 257)).

Orðasambandið alla vega/vegana er algengt í fornu máli og þar ber tvenns að gæta. Í fyrsta lagi er þar á ferð flt.-myndin vegar (ekki vegir) og í öðru lagi kemur viðskeytið -na fram í allnokkrum afbrigðum, t.d.:

stóðu alla vega [‘algerlega; að öllu leyti’] mót Gyðingum (Stj 456);
alla vegna [‘hvarvetna; alls staðar’] um jörðina (1. Mós 1, 2 (Stj 10));
Fjóra menn sendi hún fjögurra vegna [‘á fjóra vegu; í fjórar áttir’] í byggðina (Flat II, 105).

Á 16. öld hljóp mikill vöxtur í viðskeytið en hér verður aðeins eitt dæmi tilgreint úr Guðbrandsbiblíu:

beggja vegana hjá portinu (Esek 40, 7 (GÞ)) > beggja vegna.

Í síðari alda máli eru auðfundin fjölmörg dæmi um fornu merkinguna, t.d.:

Þess vegna sé og manni þeim alla vegana [‘með öllum hætti’] hallmælt, sem hefur í ljós leitt sögu þessa (m18 (Klím 9));
tekur oss vara fyrir djöflinum það hann sífellt veiti oss eftirgöngu alla vegana (1. Pét Form (OG)).

Í nútímamáli er loks að finna nýja merkingu ‘hvað sem öðru líður; að minnsta kosti’, t.d.:

Hann sagðist kannski verða of seinn en lofaði að koma alla vega;
Maður sem svíkur vini sína er alla vegana orðinn óalandi og óferjandi;
Jólin koma frá hjartanu, alla vega hjá börnunum;
Hann skal alla vega fá að bæta tjónið sjálfur.

Hér kann að gæta áhrifa frá ensku (anyway).

Jón G. Friðjónsson, 2.4.2015
 

Lesa grein í málfarsbanka

Alls
[Hugbúnaðarþýðingar]
samheiti í heild
[enska] Total

samtals ao
[Stjórnmálafræði]
samheiti alls
[enska] in the aggregate

allur fn. ‘heill, óskertur’, allir (ft.) ‘hver og einn’; sbr. fær. allur, nno. all, sæ. all, d. al, fe. eall, fhþ. all, gotn. alls, fír. uile (< *olio-). Sk. al- (1) (s.þ.), < *alno-, af fn.-stofninum *al-, *ol- ‘þar að auki’, sbr. lat. uls, ultra ‘hinumegin, fjær’, flat. ollus ‘þessi þarna’, fír. oll ‘víðtækur’, lat. alius ‘annar’. Sjá elja (1) og ella (1). Sumir hafa talið allur sk. so. að ala (< ie. *alno-s ‘fullvaxinn’), en það er fremur ólíklegt.