allsendis fannst í 3 gagnasöfnum

allsendis allsendis ótæk hegðun

allsendis atviksorð/atviksliður

alveg

hann er allsendis ófeiminn

það er allsendis óvíst hvað gerist


Fara í orðabók

Atviksorðið allsendis (‘að öllu leyti, alls kostar, algerlega’) er algengt í málinu og er merking þess nokkuð gagnsæ, t.d.:

Skýringar hans eru allsendis ófullnægjandi;
Allsendis óvíst er um úrslit kosninganna;
hann er ekki allsendis með fullu viti;
vera allsendis óháður.

Það er kunnugt í fornu máli, t.d. Laxdæla sögu:

að vér frændur og Laugamenn berum ekki allsendis gæfu til um vor skipti (Ísl 1592).
Lengri og upphaflegri myndin kemur fyrir í Egils sögu:

til alls endis ‘allt til enda’ (Egla 18.k.).

Af fornmálsdæmunum má sjá að ao. allsendis er liðfellt úr til alls endis (‘allt til enda’). 

Orðasambandið allur her merkir í beinni merkingu ‘allir menn; allur almenningur’. Eignarfallsmyndin alls herjar er algeng í ýmsum föstum orðasamböndum, t.d.:

drottinn allsherjar [‘drottinn allra manna’] (Stj 611);
dómur alls herjar ‘úrskurður/afstaða allra’.

Hið óbeygða lo. allsherjar kemur fyrir í fornu máli, t.d.:

með allsherjar fögnuði (Stj 632).

Og þá blasir merkingarbreytingin við: ‘með fögnuði allra’ > ‘með miklum fögnuði’ og er þá stutt í merkinguna ‘algjör; takmarkalaus’, t.d.:

allsherjar upplausn; allsherjar slagsmál.

Í nútímamáli er allsherjar- algengt sem forskeyti, t.d.:

Allsherjarstyrjöld ... hafði nú losnað úr læðingi í annað sinn (Vsv 398); Keisarastjórnin verður að slaka á klónni og gefa ríkinu allsherjarþing (SvKr62, 150 (1953));
er mér eignaður allur heiðurinn af allsherjarstefnunni og sigri hennar (Andvaka 1923, 313);
búa menn sig þar undir allsherjarþingið og taka ráð sín saman (Norðf II, 95 (1849)).

Jón G. Friðjónsson, 2015

Lesa grein í málfarsbanka


Atviksorðið allsendis merkir ‘algjörlega; að öllu leyti’, t.d.:

Skýringar hans eru allsendis ófullnægjandi;
e-ð er allsendis óvíst;
hann er ekki allsendis með fullu viti;
vera allsendis óháður (s19 (Úran 15));
Því gjöri eg hann og klaustrið allsendis kvittan og liðugan af fyrrsagðri skuld fyrir mér og öllum mínum erfingjum (DI VI, 35 (*1398)) (afrit frá því um 1600).

Orðið er algengt í fornu máli. Dæmi úr Egils sögu (18. k.) sýnir mekingarþróunina býsna vel:

Sagði Kveld-Úlfur, að þá mundi þar til draga, sem honum hafði fyrir boðað, að Þórólfur mundi eigi til alls endis [‘allt til enda’ > ‘að öllu leyti, alls kostar, algerlega’] gæfu til bera um vináttu Haralds (EgA 25).
Ýmis önnur dæmi má tilgreina þessu til staðfestingar, t.d.:

Nú er það hugboð mitt, en eigi vil eg þess [svo] spá, að vér frændur og Laugamenn berum ekki allsendis gæfu til um vor skipti (ÍF V, 112 (1330–1370)); En þó er það hugboð mitt, en eigi vil eg þess [svo] spá, að vér frændur og Laugamenn berum eigi alsendis giftu til um vor skipti og vináttu (ÓT I, 354 (1350–1375));
vildi hann heldur leggja ánauðina á hendur sér heldur an maðurinn missti til alls endis [‘allt til enda’ > ‘eilíflega’] dýrðarinnar (Íslhóm 77r22).

Jón G. Friðjónsson, 31.12.2016

Lesa grein í málfarsbanka