almr fannst í 1 gagnasafni

álmur, †almr k. ‘trjátegund, álmviður; bogi’; sbr. fær. álmur, almur, nno., sæ. alm (< *alma-), d. elm, fhþ. elm-(boum); sbr. fe. ulmtréow, þ. ulme < *ulma- (hljsk.); sbr. lat. ulmus < *l̥mo-s. Sk. (físl.) alri, elri, ölur (1) og jölstur (s.þ.). E.t.v. af ie. rót *el-, *ol- um brún- eða gulleitan lit, sbr. fhþ. elo ‘gulur, brúnleitur’.