altalega fannst í 1 gagnasafni

alti k. (18. öld, JGrv.) ‘hárödd í söng; oflátungur, hrokagikkur’; altalegur l. ‘oflátungslegur’; altalega ao. Orðið er to., sbr. d. og þ. alt ‘hárödd í söng’ úr ít. alto (s.m.), af lat. altus ‘hár’. Merkingin ‘oflátungur’ hefur líklega æxlast af háröddinni; (‘sá sem syngur ‘alt’ > hávaðamaður > hrokagikkur’). Sjá alt.