andæfta fannst í 1 gagnasafni

and-þveiti h. (17. öld) ‘átök, áflog; mótlæti’ (eiginl. ‘högg gegn e-m, mótkast’); sk. þveita (2) og öngþveiti h. (sjá öngur (1)). -æfta s. ‘svara, ansa; andmæla,…’; líkl. leidd af so. andæfa með t-viðskeyti. Tæpast mynduð af no. *andæft kv. (T. Johannisson 1947a:132). Sjá andóf. -ærr l. † ‘andsnúinn’; sbr. nno. andæren ‘þrjóskur, andsnúinn, þver’; eiginl. ‘sem rær á móti’, sbr. ár kv.; andæris ao. ‘andstætt, gegn’; sbr. nno. andæres ‘á móti, öfugt’. Í nísl. er líka til andhæris í svipaðri veru, dregið af eða tengt við orðið hár h., sbr. nno. andhæres ‘öfugt, móti hárunum’.