andkramaður fannst í 1 gagnasafni

and-kanni, ankanni k. ‘annmarki, galli’, sbr. físl. ankannafullt ‘með miklum ákærum’, ankannalaust ‘átölulaust’, nísl. ankannalegur ‘skringilegur, öfugsnúinn’. Upphafl. merk. sýnist vera ‘ákæra, sök’; líklega leitt af so. *and-kunnan, *and-kannjan, sbr. fe. oncunnan ‘ásaka’ og ísl. kunna e-n um e-ð ‘saka e-n um e-ð’. Sjá kunna, kenna og ákönnulaus. -krama(ður) l. ‘lemstraður, vesallegur’, -krami k. (18. öld) ‘vesöld, vanþrif’; e.t.v. leitt af so. *and-kramjan, *and-kramōn (and- (1) sem næst í herðandi merk.), sk. kremja og kröm. -krímislegur l. (18. öld) ‘einkennilegur, skrýtinn’. E.t.v. sk. krím (s.þ.). -kringislegur, ankringislegur l. (19. öld) ‘undarlegur, fáránlegur’. Líkl. tengt lo. kringur, kringinn ‘laginn’, af *andkringi ‘klaufaskapur, einkennileiki’. -kæta kv. † ‘gagnkvæmur fögnuður’, úr and- (1) og -kæta kv., sbr. kátur og kæti.