andmýlur fannst í 1 gagnasafni

2 and-lang(u)r l. † ‘endilangur’, af and- ‘á móti’ og langur; s.þ. og Andlang(u)r (1). -lit(i) h. ‘ásjóna’; sbr. fær., nno. andlit, sæ. anlete, d. andlet, fe. andwlita, fhþ. ant-lizzi. Líklega leitt af so. *and-wlītan ‘líta á móti, horfa gegn’ e.þ.h.; sk. er gotn. andawleizn ‘ásýnd’. Sjá líta. -marki, an(n)marki k. ‘galli, lýti, ljóður; mótlæti’, físl. andmarkafullr l. ‘mjög gallaður’, nísl. annmarkalaus l. ‘sem enginn ljóður er á’; sbr. fsæ. andmarke ‘bagi, tjón’ og nno. andmarke k. ‘búpeningur’ (eiginl. ‘markað fé’). Vísast leitt af so. *and-markjan, -markōn ‘merkja svo, að frábrigðilegt verði’. Sjá mark og merkja (2). -mýlur kv.ft. líkl. ‘físibelgir’, e.t.v. sk. andi (1) og múli ‘munnur’.