andr fannst í 1 gagnasafni

1 andri, †andr k. ‘skíði; einsk. snjóskór eða þrúga’; sbr. nno. andre kv. ‘drag undir sleðameið’, sæ. máll. andra, fsæ. andur-stang, jó. andre, nno. andring og sæ. máll. anring (s.m.). Sbr. og nno. ondur kv. ‘(stutt) skíði, skíði með hreindýrshúð undir’, nd. ånder, sæ. máll. andur, annar k. ‘skíði’ (to. í finn. antura ‘sóli, sleðadrag’, eistn. andur og lífl. andors ‘kjölur, kjaldrag’). Orðið er eingöngu norrænt og á sér engar beinar samsvaranir í öðrum germ. eða ie. málum né virðist vera to. úr finn. eða lappn. Líkl. < *andra-, *and(a)ran- (*andura-), en uppruni óljós og óvíst hvort forliður er fremur ie. *ant- eða *andh- (sæ. máll. annar sker tæpast úr því). Giskað hefur verið á tengsl við forsk. and- (1) og væri viðliður orðsins þá e.t.v. sk. ie. *ar- ‘tengja’ í armur (1) eða þá viðskeyti, sbr. gr. anté̄rēs ‘gagnstæður, mótlægur’ ‒ og upphafl. merking orðsins þá ‘einsk. móttak eða undirlag’ ‒ og eðlilegast að líta á so. andra (s.þ.) sem nafnleidda (að mestu). Aðrir tengja orðið við fi. ádhvan- ‘ganga’, adhvará- ‘trúarathöfn’ (eiginl. ‘helgiganga’), fi. (pāli) ándhati ‘gengur’, gr. ené̄nothon, ē̃nthon ‘kom’, lat. andō ‘geng’; af ie. *anedh-, *andh- ‘koma í ljós, spíra; ganga’, sbr. gr. ánthos ‘blóm’, anthérix ‘hálmur, hálmbroddur’. Upphafl. merking orðsins andr, andri (öndur) væri þá ‘göngutæki, einsk. snjóskór’ og orðið nátengt so. andra sem væri þá arftekin og skíðaheitið e.t.v. af henni dregið. Allt óvíst. Sjá andra, Andri (2), öndur og öndrur (1 og 2).