andspænis fannst í 4 gagnasöfnum

andspænis ég stóð andspænis henni

andspænis forsetning

beint á móti, beint frammi fyrir

sakborningurinn sat niðurlútur andspænis dómaranum


Sjá 2 merkingar í orðabók

Ao. andspænis er myndað af no. andspæni [< and + spæni (skylt spónn)] sem merkir ‘skotmark, skotspónn’.  Það er upphaflega notað sem ákvæðisorð með fs., sbr.:

sitja andspænis við e-n (m17 (JMPísl 174));
sitja andspænis móti e-m (s18 (JSt 131));
andspænis á móti skólanum (Safn IV, 94 (1860)).

Elstu dæmi um breytinguna andspænis móti e-m > andspænis e-m, þ.e. um fs. andspænis, eru vart eldri en frá miðri 19. öld:

Greinarnir eru andspænis hvor annarri (Rvp I, 132 (1847));
þetta rugl, sem er eins andspænis allri reynslu, eins og það er niðurlæging fyrir þá, sem með það fara (m19 (Hirðir 1, 110 (OHR))).

Eins og sjá má er merking elstu dæmanna nokkuð frábrugðin merkingu nútímamáls [‘á móti; gagnvart’], sbr.:

Hann situr andspænis mér;
gefast (ekki) upp andspænis örðugleikunum;
beint andspænis húsinu er verslun;
þeir eru leiksoppar í hrunadansi siðferðisins og standa andspænis hvor öðrum, gamli og nýi tíminn;
Ég var eins og festur upp á þráð þar sem ég sat andspænis henni (SAMFugl 120).

Jón G. Friðjónsson, 23.5.2015

Lesa grein í málfarsbanka

and-skoti k. ‘andstæðingur, fjandmaður; satan’; sbr. nno. andskate, andskote ‘maður sem hegðar sér illa’; eiginl. ‘sá sem skýtur gegn’, leitt af so. *and-skeutan, sbr. fe. onscyte ‘árás’. Sjá skjóta. -spæna s. (19. öld) ‘annast gegningar, fóðra búpening (í húsum að vetrarlagi)’. So. er efalítið leidd af ao. andspænis ‘gegnt, á móti’ (sk. spónn, sbr. nno. andspønen ‘öfugsnúinn, þver’), og vísast ung, e.t.v. upp komin í orðaleik eða gátum, sbr. gegngegna: andspænisandspæna. -stefja kv., -stefna kv. † ‘svar í kirkjusöng’; orðið er líklega ummyndun úr to. antefna (s.þ.), en hefur verið tengt við ísl. orðin stef og stefna (2). -styggur l. † ‘viðurstyggilegur’; sbr. andstyggilegur l. og andstyggð kv. ‘viðbjóður’; sbr. fær. andstyggiligur og andstygð (s.m.), fsæ. andstygger ‘viðbjóðslegur, skelfilegur’. E.t.v. leitt af so. *and-stug(g)ian ‘skelfa, hræða burt’, sk. stuggur og styggur (s.þ.). -svipt kv. (18. öld) ‘lykkja eða smeygur (á beisli, svipu, ístaði o.fl.)’. Sjá svift. -sælis ao. ‘móti sól’; sbr. nno. andsøles, andsølt, fsæ. andsylis. Sjá sól. -úð kv. (nísl.) < *and-hugð, sbr. alúð og hugð og hugur og andýðis ao.