andvinnr fannst í 1 gagnasafni

and-vaki, and-vaka l. ‘vakandi, svefnvana’; andvaka kv. ‘vaka, það að geta ekki sofið’. Sbr. fær. andvekur ‘svefnleysi’, nno. andvake k. (s.m.), andvaken ‘svefnlaus, sem hefur vakað lengi’. E.t.v. leitt af so. *and-wakan, sbr. fe. onwacan ‘vakna’. -vani l., -van(u)r l. † ‘sviptur (e-u), snauður (að e-u)’; leitt af and- (1) og vanur (2) ‘sem skortir, sem er snauður’; e.t.v. upphafl. af so. *and-wanōn, þar sem and- hefur herðandi merkingu (burt, frá), sbr. gotn. andhamon ‘afklæða’, andbindan ‘leysa’; andvan(u)r, andvana l. ‘dáinn, dauður’ er hinsvegar dregið af önd ‘sál’. -varða s. † ‘láta af hendi, afhenda’. To. úr mlþ. antwarden (s.m.). 1 -vari k. ‘varúð, uggur’; sbr. nno. andvar l. ‘varkár, aðgætinn’, af and- (1) og lo. var ‘athugull, varkár’ (eiginl. ‘sem er varkár gegn e-u’). Af sama toga er líkl. dvergsheitið Andvari k. 2 -vari k. ‘vindblær’. Hugsanlega s.o. og andvari ‘varúð’, sbr. að orðið svali er stundum haft í báðum þessum merkingum. Þó má vera að viðliðurinn -vari merki golu, sbr. sams. eins og landvari, sjá -vari (2), og forliðurinn gæti þá verið tengdur andi (1) og so. anda. -vígur l. ‘andsnúinn, sem berst gegn’; sbr. nno. andvig ‘andstæður, mótsnúinn; öfugsnúinn, bagalegur’; e.t.v. leitt af forskeyttri so., sbr. gotn. *andweihan (þt. andwaih) ‘berjast gegn’. Sjá vega (3). -vinn(u)r l. † ‘andvígur, mótsnúinn’; sbr. nno. annvinn ‘óþjáll, önugur’. Líkl. leitt af forskeyttri so. *and-winnan, sbr. fe. onwinnan ‘ráðast gegn, berjast gegn’. -virki, -yrki h. † ‘starf (heyskapar- og kornræktarstörf); verkfæri, amboð’; sbr. nno. andyrke (s.m.), fe. andweorc ‘efni, orsök’, mhþ. antwerk ‘verkfæri, starf,…’. E.t.v. sagnleidd orð (af so. *and-wurkjan? eða *and-werkian). Sjá verk, virkja (1) og yrkja.


1 -vinn(u)r k. í sams. †andvinn(u)r ‘andstæðingur’, líkl. leitt af so. *andwinnan, sbr. fe. onwinnan ‘ráðast á’.


2 -vinn(u)r l. í sams. †andvinn(u)r ‘andstæður’, sbr. -vinn(u)r (1) og ávinn(u)r ‘sem mæðir á,…’, líkl. af so. *an(a)winnan.