angilía fannst í 1 gagnasafni

angilja, angilía kv. (18. öld) ‘eyruggi, eyruggabein; þunnildisstykki; ⊙kverksigi; gotraufarbein á lúðu; angi, álma, beintindur í fiskdálki; langur og krangalegur maður; (í ft.) angalýjur, fok-agnir af plöntum’. Einnig bregður fyrir orðinu angildi h. ⊙ ‘eyruggabein’. Orðið á sér aðeins samsvörun í fær. ongilja, ongila, ángilia, ongilia ‘eyruggi (einkum á lúðu)’, ongiljubein ‘eyruggabein’. Uppruni öldungis óviss. Orðið getur tæpast verið nátengt öngull, það virðist sams. (-ilja ekki viðsk.). Forliðurinn gæti að vísu átt skylt við angi (1) og viðliður e.t.v. við fær. elja ‘eyrugga- eða þunnildisstykki’, en það er vafasamt (sbr. elja (1)); angilja e.t.v. fremur < *and-gilja, forliður tengdur andi (1) og so. anda og viðliður sk. gella (1) og gjölnar og eiginl. merk. þá ‘andhol, tálknfellingar eða -rifur’. Sjá gella (1) og gjölnar. (Merk. ‘álma, beintindur’ hefur þá æxlast af ‘eyruggastykki, eyruggi’, og tvær síðastnefndu merkingarnar tengst orðunum langilja og angalýja (s.þ.). Ath. angiljast.