annaðhvort fannst í 1 gagnasafni

Samtengingin annaðhvort eða er svokölluð fleyguð samtenging. Nafnið er dregið af því að eitt eða fleiri orð eru á milli annaðhvort og eða. Samtenginguna er aðeins hægt að nota þegar um tvo möguleika er að ræða. Þetta er annaðhvort Jón eða Pétur.

Athuga að annaðhvort er ritað í einu orði þegar það er hluti þessarar samtengingar. Fornöfnin annar hvor er á hinn bóginn venja að rita í tveimur orðum. Annað hvort þeirra hlýtur að hafa skrifað bréfið; það hefur verið annaðhvort Jón eða Gunna.

Lesa grein í málfarsbanka