ansi fannst í 6 gagnasöfnum

ans -ið ans

ansa ansaði, ansað

ansi -nn ansa hver ansinn!; ansans greyið!; hann er ansans ári góður; ansa|kornið!

ansa sagnorð

fallstjórn: (þágufall +) þágufall

svara (e-m e-u)

hún ansaði honum engu þegar hann spurði hana

ég þarf að ansa þessu símtali


Fara í orðabók

ansi atviksorð/atviksliður

vægt blótsyrði: voðalega, mjög

ég er ansi hrædd um að vínið sé búið

hann segist vera ansi lélegur í frönsku


Fara í orðabók

Orðið ansi er upphaflega stytting á andskoti. Vinnumaðurinn er ansi duglegur.

Lesa grein í málfarsbanka


Sögnin ansa getur tekið með sér tvo þágufallsliði í germynd: hann ansar þessu engu. Báðir liðirnir eiga að halda þágufallinu í þolmynd: þessu var ansað engu. Nokkrar fleiri sagnir geta tekið með sér tvo þágufallsliði: fórna, heita, hóta, játa, lofa, svara, úthluta.

Lesa grein í málfarsbanka

American National Standards Institute hk
[Upplýsingafræði]
samheiti ANSI, Bandaríska staðlastofnunin
[skilgreining] ANSI, Bandaríska staðlastofnunin, var stofnuð árið 1918 og eru aðilar að henni orðnir fleiri en 1300 (þar á meðal öll stór tölvufyrirtæki). Þarna eru búnir til staðlar fyrir tölvuiðnaðinn.
[enska] American National Standards Institute,
[danska] American National Standards Institute,
[sænska] American National Standards Institute,
[norskt bókmál] American National Standards Institute,
[hollenska] American National Standards Institute,
[þýska] American National Standards Institute,
[franska] American National Standards Institute

ANSI
[Tölvuorðasafnið (útgáfa 2013)]
[skilgreining] Heiti á bandarískri stofnun, óháðri stjórnvöldum, sem var sett á laggirnar í því skyni að koma á stöðlum.
[enska] American National Standards Institute

ansa s. ‘svara, †hirða um’; sbr. fær., nno. og sæ. ansa ‘hirða um’, d. ændse (s.m.), < *andasōn. Sumir telja so. leidda af forsk. and- (1), og hefði hún þá merkt ‘að bregðast við e-u’, aðrir að hún sé dregin af nno. ønn (sem væri þá < *anþō, *anðō). Sjá anna (1), enta og önn (1 og 2). Af so. ansa er leitt ans h. ‘svar’.


ansi k. (19. öld) ‘skrambi, fjári’, vægt blótsyrði, stytting úr andskoti.