apal fannst í 3 gagnasöfnum

apall -inn apals strikin voru kolsvört á aplinum; apal|gangur; apal|gengur

apal- forl. í orðum eins og apalgangur, apalgrár, apalgrýti, apalgrænn, apalhraun, apalrauður o.fl. Sjá apall.


apall k. (17. öld) ‘grjóthnullungar, lausagrjót, grýtt landsvæði’; grjótapall k. (s.m.). Orðið er líkl. sk. epli, e.t.v. gömul víxlmynd (< *apala-). Forliðurinn apal- (s.þ.) virðist merkja ‘hnöttóttur, hnullungslaga, flikróttur á lit’, sbr. apalgrýti, apalgrár, apalgrænn og apalrauður, og tekur mið af lögun og lit eplis. Apli kemur fyrir sem uxaheiti í ísl., og er vísast dregið af litnum. E.t.v. hefur apall verið til líka í þeirri merkingu, sbr. lo. apalgengur og víxlmyndir eins og apalgangur: aplagangur og apalstökk: aplastökk ‘nautastökk, sérstakt hlaupalag hesta’. Sjá apal-, apaldur, apli (1), aplast (1), epill, epli og eplóttur.