apast fannst í 5 gagnasöfnum

apa Sagnorð, þátíð apaði

apa apaði, apað hún apaði allt eftir honum

apa sagnorð

fallstjórn: þolfall

herma eftir (e-m)

hún apar eftir vinkonu sinni í klæðaburði


Fara í orðabók

Orðasambandið abbast/kássast upp á e-n merkir ‘sýna af sér ágengni eða yfirtroðslu’, t.d.:

abbast/kássast upp á annarra jússu; Þá má mikið vera, ef þeir þora að abbast upp á þig (GGRit I, 45);
ég kássast upp á einskis manns jússu, lagsi (JThSk II, 241).

Einnig er kunnugt afbrigðið abbast við e-n, t.d.: abbast við ókunna menn. Það er þekkt úr fornu máli:

sumir abbast við það [‘verða argir/gramir’] aðeins, er þeir verða ávítaðir of glæpi sína (f13 (Pst 202));
abbaðist [‘áreitti’] mjög við svein hans (Mork 391).

Uppruni hins forna orðs abbast er óljós, giskað hefur verið á (ÁBlM) að abbast samsvari apast. Orðið kássast er kunnugt frá 17. öld og þar er á ferð framburðarmynd af sögninni káfsast (< káfa).

Jón G. Friðjónsson, 31.1.2015
 

Lesa grein í málfarsbanka

abbast, apast (upp á) s. ‘áreita, amast við, vera argur’; sbr. nno. abba(st), sæ. máll. abbas ‘stríða eða baksa við’; e.t.v. sk. ebbi ‘önugur karl’ og ⊙ ebba sig ‘ybba sig’. Ættartengsl að öðru leyti óljós, en sjá afl (1), afsi og æfur.


apast s. (nísl.) ‘vaðast út (um skó)’; sbr. epja(st). Sjá epja.


api k. ‘dýr af sérstökum spendýraættbálki (primates, pitheci); heimskingi, auli; †jötunn’; sbr. fær. og sæ. apa, nno. ape, d. abe, fe. apa, fhþ. affo. Orðið er gamalt farandorð og tæpast af ie. ætterni, en hefur líkl. borist inn í norr. mál úr fe. eða fsax. Af api er leitt apynja kv. með samskonar viðskeyti og ásynja og ljónynja og so. að apa(st), sbr. fær. og nno. apa, d. abe, nhþ. affen. Sjá apabíli.