aptann fannst í 1 gagnasafni

aftann, †aptan(n) k. ‘kvöld’; sbr. fær. og nno. aftan, d. aften, sæ. afton; sk. nhþ. abend, fhþ. āband, ne. evening, fe. ǣfen; oftast talið skylt af og aftur eða gotn. ibuks ‘hörfandi (aftur á bak)’, iftuma ‘síðari, eftirfarandi’, gr. épi/epí ‘hjá, til’, lat. op, ob. T. Johannisson (1943b) telur orðið samsett úr *aft-anþii̯a, aft ‘eftir’ og *anþii̯a ‘önn, dagsverk’, og ætti það þá að merkja tímann að loknu dagsverki; vesturgerm. orðmyndirnar (< *āfanþii̯a) hefðu þá e.t.v. misst t-ið við hljóðfirringu. Vafasamt.