arðr fannst í 1 gagnasafni

arður k. ‘plógur; hagnaður, ágóði’; sbr. físl. arðr (með stofnlægu r-i), nno. ard, fsæ. arþer, nsæ. årder, år ‘tréplógur’, (to. í finn. a(a)tra); sbr. ennfremur fsax. erida, lat. arātrum, mír. arathar, gr. árotron, fsl. ralo, lith. árklas ‘plógur’. Sk. orð eru m.a. lat. arāre ‘plægja’ og arvum ‘sáðland’. Heitið á akuryrkjuverkfæri þessu, sem á í öndverðu við frumstæðan tréplóg, virðist sameiginl. flestum ie. þjóðum nema helst Indverjum og Persum; sbr. ennfremur heiti korntegunda. Merkingin ‘ágóði’ hefur æxlast af árangri plógs eða plægingar, sbr. svipað merkingarferli í orðinu plógur (1). Sjá arða (3), erja (1) og örð; ath. jörð og jörfi.