arfr fannst í 1 gagnasafni

2 arf(u)r k. † ‘uxi’; e.t.v. s.o. og arfur (1), sbr. að kvikfénaður, einkum nautpeningur, þótti góð erfð og eign og var notaður sem verðmælir, sbr. kýrverð; sbr. ennfremur fe. arf, ierfe ‘sauðfé, nautgripir’, inorf ‘búshlutir’, og e.t.v. fsæ. orf ‘arfshluti í búsáhöldum’. Vísast er físl. arfuni, o̢rfuni ‘uxi’ af þessum sama toga. Hugsanlegt er þó að þessi orð (ɔ arfr og arfuni) væru leidd af germ. so. *arƀēn ‘strita, þræla’, sbr. erfiði, og væru þá af sama stofni. Aðrar skýringar eru ósennilegri, svo sem tengsl við rótina *ar- í erja ‘plægja’, eða litarorð eins og jarpur, eða fi. arpáyati ‘koma e-u fyrir, tengja við’.