argast fannst í 6 gagnasöfnum

arga Sagnorð, þátíð argaði

argur Lýsingarorð

arga argaði, argað

argast argaðist, argast argast í krökkunum

argur örg; argt STIGB -ari, -astur

arga sagnorð

gefa frá sér arg, garga, æpa

hún argaði af reiði


Fara í orðabók

argast sagnorð

rífast, skammast

hún argaðist í mér fyrir að vaska ekki upp


Fara í orðabók

argur lýsingarorð

í vondu skapi, pirraður

hún var örg yfir því að fá ekki að vera í friði

vera argur út í <hana>

vera mjög mikill nirfill

vera argasti <nirfill>

vera mjög mikill nirfill


Fara í orðabók

arga so
það argar og þvargar í <tækinu>

argast so

argur lo

argur
[Lögfræðiorðasafnið]
[skilgreining] Samkynhneigður.
[skýring] Sjá samkynhneigð.

1 arga s. (18. öld) ‘garga, hljóða hátt, siga (hundum)’; arg h. ‘óhljóð, garg, sig’. Orðið virðist ekki eiga sér beina samsvörun í skyldum grannmálum; e.t.v. sk. ísl. orga, arra og urra (s.þ.).


2 arga(st) s. (18. öld) ‘eyðast, slitna’, arga ofan í e-ð ‘sarga ofan í e-ð’, a. upp (fisk, slægjur) ‘skafa, urga upp, skrapa upp (með herkjum)’. E.t.v. sk. arga s. ‘þræla, strita’ og arg h. ‘erfiði, ónæði’, en tæpast tengt fær. og nno. arga ‘erta, espa’, sem sýnast vera í ætt við argur og ergi. Líkl. sk. urga (2) og af ie. rót *er(e)-, *er(e)k- ‘rífa, flá’, sbr. fi. r̥kṇa-ḥ ‘rúinn, uppurinn’, lith. (j)ierkà ‘rifa, skráma’; sbr. erja (2), ergjur og yrja (2).


argur l. ‘illur, svívirðilegur, gramur; †ragur, †kvenkyns-, †kynvilltur’; sbr. fær. argur, nno., sæ., d. arg ‘illur, gramur,…’, fe. earg ‘ragur, latur, illur’, fhþ. arg, arag ‘nískur, hugblauður’. E.t.v. sk. gr. orkhéō ‘æsa, hrista’, fi. r̥ghāyáti ‘titra, skjálfa’, lith. aržùs ‘lostafullur, fíkinn’. Merkingarferli germ. orðanna, sem og tengsl þeirra við hin tilfærðu ie. orð, eru óljós. E.t.v. hefur rótin *er(e)gh- merkt ‘að titra’ e.þ.h. og merkingarnar ‘huglaus, lostafullur’ o.s.frv. kvíslast þaðan. Efalítið er ragur l. af sama toga og argur og hafa þar orðið hljóðavíxl líkt og í ars og rass. Af argur eru leidd orð eins og argafas (s.þ.) og argintæta og arginpjölur. Sjá argin-, ergi og ragur.