au fannst í 1 gagnasafni

au- forsk. í orðum eins og aufúsa, aukvisi, auvirða, auvisli. Skvt. skoðun H. Falks (1928a:339--342) svarar au- til lat. au- (í aufero), fsl. u-, fi. ava-, ‘burt, frá’. Aðrir telja au- < *aƀu-, víxlmynd við *af-, *-. Líklegast er au- < *-, af-; af-, au- og á- virðast víxlast á í einstaka forskeyttum orðum, einkum þeim sem hafa varahljóð framarlega í síðara lið, sbr. afbrýði: ábrýði, afskrámligr: áskrámliga, áfúsa: aufúsa, auvirða: ávirðing, auvisli: ávisli, og liggja e.t.v. til þess hljóðfræðilegar orsakir.