aukvisa fannst í 4 gagnasöfnum

aukvisi -nn -kvisa; -kvisar

aukvisi nafnorð karlkyn

óduglegur maður til verka eða náms

vera enginn aukvisi


Fara í orðabók

aukvisa kv., aukvisi k. ‘aumingi, örkvisi, væskill, ættleri’. Skvt. H. Falk (1928a:341) af forsk. au- (s.þ.) og -kvisa, -kvisi, sk. nno. kvisa seg ‘kveinka sér’ og kveisa kv. ‘aumingi, kveifa’, sbr. kvíða og kveina. Líklegra er að orðið sé sagnleitt af *af-kwīsan s., sk. nno. kvisla ‘dvína, missa mátt, örmagnast’, sbr. fe. cwíesan, cwȳsan ‘molna, eyðast’, fær. erkvisin ‘kveifarlegur’, jó. kvis ‘þrýsta að’ og e.t.v. gotn. qistjan ‘skemma’ og fe. cwīnan ‘dvína’; nno. kveise ‘veslingur, kveifa’ er fremur af þessum toga en sk. kveina. Sjá kveisa, örkvisi og ökkvisi.


-kvisi k. í aukvisi, örkvisi ‘veiklulegur maður, veslingur, væskill’; örkvisast s. ‘missa kjark og mátt, verða að aukvisa’. Sbr. fær. erkvisin ‘hörundsár’, erkvisni ‘viðkvæmni’. Uppruni óviss, samkv. H. Falk (1928a:341) sk. nno. kvisa seg ‘kveinka sér’ og kveise kv. ‘kyrkingsskepna; lingerður maður’. Vafasamt m.a. af því að ekki er víst um upphafshljóð nno. kvisa (kv eða hv?). Svo virðist sem no. aukvisi, aukvisa og örkvisi séu leidd af forskeyttum so. *af(u)kwē̆san, *uz-kwē̆san, sem gætu e.t.v. verið af sama toga og jó. kvise ‘kreista (út)’, fe. cwȳsan ‘kremja’, nno. kvisla ‘hjaðna, dvína’ og e.t.v. kveise k. ‘vanþrifaskepna’ og hugsanlega sk. fe. ā-cwīnan ‘dvína, veslast upp’, fi. jiná̄ti ‘eldist, hrörnar’, lith. gaĩšti ‘farast, hjaðna, dvína’, af ie. *gei(ǝ)- ‘þrúga, þjarma; örmagnast, dvína’ (merkingarvíxlanin að nokkru runnin frá notkun orðstofnsins í gm. og þm.). Sjá kveisa og kveita (2, 3 og 5); ath. kvilla. (Óvíst er hvort gotn. qistjan, fhþ. archwistan ‘eyðileggja, tortíma’ eru af þessum toga, sbr. kosta (3)). Sjá aukvisa og örkvisi.