aulast fannst í 2 gagnasöfnum

aula kv
[Byggingarlist]
[skilgreining] lokaður garður eða salur í grískum og rómverskum byggingum;
[skýring] einnig haft um hátíðarsali í erlendum skólum, einkum háskólum
[danska] aula,
[enska] aula,
[þýska] Aula

aula s. (19. öld) ‘falla eða fjúka þétt (einkum um snjó)’: a. niður ‘snjóa ört’, a. af ‘skafa (um snjó)’, sbr. aulhríð ‘svælingsbylur, þétt snjókoma’. Líkl. sk. nno. aula ‘mora; skríða hægt, hreyfast hægt en sífellt; blása stöðugt (um vægan vind); sídunda við e-ð’, sbr. nno. ula, ylja ‘mora, úa og grúa’, e.t.v. sk. nno. aua og ísl. úa ‘mora’. Ísl. so. samræmist þó lítt sumum merkingarþáttum nno. so., og vel mætti hugsa sér að aðalmerking hennar væri ‘að blása’ og hún þá e.t.v. sk. gr. áella ‘vindur’, kymbr. awel ‘gola, andi’, fkorn. auhel ‘andvari’ og orð af þessum toga blandast nno. orðsiftinni. Vafasamt.


auli k. (14. öld) ‘flón, bjálfi; stór þorskur, golþorskur’. Sk. nno. aul, aule ‘hvannstilkur’, sbr. geitaule, kvannaule, sbr. gr. aulós ‘pípa, hólkur, blístra’, lith. aũlas ‘stígvélsbolur’, af ie. rót *au̯el- (*H(e)u̯el-), *aul-, *u̯el-/*ul- (sbr. ávalur, völur) eða *ēul-, *ul-. Orðstofninn á í öndverðu við e-ð holt og ávalt, t.d. holan stilk, og merking ísl. orðsins er afleidd, en sbr. nno. grautaule ‘grautarhámur’, mataule ‘mathákur’. Af auli er leidd so. aulast ‘álpast’. Sjá heimula, jóli og njóli.