aurr fannst í 1 gagnasafni

1 aur, †aurr k. ‘sand- eða malarblandaður leir, for, leir, óhreinindi’; ft. aurar ‘gróðurlaust, smágrýtt sand- og leirborið flatlendi’. Sbr. fær. eyrur, nno. aur, aure k., sæ. máll. ör, d. máll. ør ‘sand- og leirborinn jarðvegur,…’, fe. éar k. ‘jarðvegur’. Líkl. sk. lþ. ūr, holl. oer ‘járnblandinn sandur’ og fír. ūr ‘mold, límefni’ (hljsk.). Er líklegt að orðstofn þessi hafi (í öndverðu) verið hafður bæði um bleytu og leir- eða forarkenndan jarðveg. Sjá eyri, kaldúr, ýr (3) og -yrja; ath. aur (2).


2 aur, †aur(r) k. Ýmsir hafa talið að aur í orðasamb. ausinn hvíta auri í Vsp. merkti vatn og vitnað til fe. éar ‘sjór, alda’ og gr. án-auros ‘vatnslaus’, sbr. og hljsk.-myndir eins og ísl. úr ‘regn’ og yrja ‘úði’. En líkl. er aur í Vsp. s.o. og aur (1).