bæki fannst í 2 gagnasöfnum

bókhveiti hk
[Matarorð úr jurtaríkinu]
samheiti bókhveitigrjón, bæki, bækigrjón
[skilgreining] jurt af súruætt, upprunnin í Asíu, ræktuð frá fornu fari þar og í Evrópu;
[skýring] þríhyrnt, sterkjuríkt fræið er ristað, grófmalað og mjölið notað í þunnar, stökkar kökur; grjónin eru notuð í grauta; hratið notað í skepnufóður
[norskt bókmál] bokhvete,
[danska] boghvede,
[enska] buckwheat,
[finnska] viljatattar,
[franska] sarrasin,
[latína] Fagopyrum esculentum,
[spænska] alforón,
[sænska] bovete,
[ítalska] grano saraceno,
[þýska] Buchweizen

beyki hk
[Plöntuheiti]
samheiti bóktré, brenni, bæki, rauðbeyki, skógarbeyki
[danska] bøg,
[latína] Fagus sylvatica,
[sænska] bok,
[finnska] pyökki,
[enska] European beech,
[norskt bókmál] bøk,
[þýska] Rotbuche

bæki, †bœki h. ‘beyki, sérstök trjátegund’; sbr. físl. bœkiskóg(u)r og o̢lbœki ‘ölker (úr beykitré)’. Sjá bók (1) og beyki.


bækistöð, beykistöð kv. (18. öld) ‘aðsetur, dvalarstaður (einkum til bráðabirgða), geymslu- eða birgðastöð’; einnig bæki- eða beykistaða kv. Orðið virðist ekki eiga sér samsvörun í skyldum málum og uppruni óviss. Í orðinu kemur fram samskonar víxlan á æ og ey og í bæki, beyki ‘trjátegund’, en þó vafasamt að það sé dregið af viðarheitinu. E.t.v. úr *bœki- leitt með k-viðsk. af germ. *bō(w)-, *bū(w)- í bær (1) og búa (3)?