bí fannst í 4 gagnasöfnum

allt er fyrir bí

1 bí uh. (17. öld) raulhljóð til að svæfa börn: bí, bí og blaka; bía s. ‘svæfa börn með lágværum söng eða rauli’. Sbr. nno. bi og by (í s.m.): bi, bi baia, by, by båni. Líkl. hljóðgervingur.


2 bí uh. (18. öld) ‘bja, svei’, einnig bía uh. (s.m.); bía s. ‘fussa’; bía (út) s. ‘ata út, óhreinka’; sbr. bja og bjakk.


3 bí h. (19. öld) ‘kvakhljóð í lóu’; bía s. ‘blía, tísta (um lóu)’. Líkl. hljóðgervingur; ath. (1), bíbla og blí.


4 bí ao. (17. öld) ‘hjá, á hlið við’ e.þ.h.: ganga á bí við e-n, standa e-m bí. To. úr d. bi < mlþ. bī, sbr. nhþ. bei ‘hjá’.