bíra fannst í 2 gagnasöfnum

bíri k., bíra kv. (18. öld) ‘smáfiskur, stútungur, vænn fiskur’. Uppruni og ritháttur óviss. Sjá býri.


býri, bíri k. (18. öld) ‘stútungsþorskur, stútungur; smáþorskur; stór og vænn þorskur; stór hákarl; stór lax; aukn. á stórum og föngulegum manni’. Merkingarsvið orðsins er nokkuð sundurleitt, en líkl. hefur það upphafl. merkt e-ð hnellið eða bústið. Uppruni öldungis óljós og óvíst hvort orðið hefur í eða ý í stofni. Ef orðið merkir upphafl. ‘gildur eða stór’ gæti það e.t.v. verið sk. me. burli (ne. burly) ‘sver, feitur, þrútinn’ og fhþ. buru- í burulang ‘mjög langur’, sbr. lettn. bũra ‘hrúga’, lat. fūrunculus ‘blóðkýli’ og fi. bhú̄ri- ‘stór, kappnógur,…’; býri þá < *būrian- og hugsanlega gætu burlufótur, búrhvalur og búrung(u)r (s.þ.) verið af sama toga.