bóli fannst í 6 gagnasöfnum

ból -ið bóls; ból

bóla 1 -n bólu; bólur, ef. ft. bólna bólu|settur

bóla 2 bólaði, bólað það bólar ekki á honum

ból nafnorð hvorugkyn

rúm

hann skreiddist með veikum burðum í bólið


Sjá 2 merkingar í orðabók

bóla sagnorð

það bólar <ekkert> á <póstsendingunni>

sendingin birtist ekki (enn), kemur ekki fram


Fara í orðabók

ból no hvk (býli, svæði)
ból no hvk (rúm, bæli)

bóla no kvk (ójafna (á húð))
bóla no kvk (sjúkdómur)
bóla no kvk (tískuástand)
það bólar á <nýjungum>
það bólar á Barða
það bólar á <dúninn>
það bólar ekki á <honum, henni>
það bólar á <óánægju>

Orðasambandið það bólar ekkert á e-m/e-u mun sjaldan notað í beinni merkingu ‘(loft)bóla sést, kemur upp’, oftast í óbeinni merkingu ‘e-s verður vart’, sbr.:

ekki bólar enn á stráknum; það bólar enn ekkert á greiðslunni frá manninum;
tók aftur að bóla á ýmiss konar óeirðum og ólagi, sem erfitt virtist að reisa rönd við (f20 (HÞor 135));
Allt fór þetta fram hjá prófastinum sem hvergi bólaði á (f20 (FGEnd 228));
gerði hann allmikla gangskör að því enda var farið að bóla á talsverðum vanskilum af hendi sumra presta (Frjett 1887, 30);
fær hvorugt að koma í ljós, ekki einu sinni svo að bóli á því (NF IX, 17 (1849));
því er það vonandi ... að líf það, sem farið er að bóla á, muni fara í vöxt (NF V, 21 (1845));
Ekki bólar enn á Barða (m19 (ÞjóðsJÁ V, 469));
Seint bólar á Barða (f19 (GJ 302)).

Síðasta dæmið mun vera elsta örugga dæmið um sögnina bóla og vísar það í óbeinni merkingu til þess er dragast þykir að einhver komi en minnið er mun eldra. Í Heiðarvíga sögu segir frá því að Borgfirðingum þótti dragast að Barði Guðmundsson kæmi suður um heiði og leitaði hefnda og höfðu menn það í flimtingum:

Svo láti þér ... sem Barði muni koma undan hverri hríslu í allt sumar og hefir hann eigi komið (ÍF III, 295);
Þó er hark mikið; er eigi Barði kominn? (ÍF III, 296).

Mér finnst líklegt að hér sé að finna undanfara málsháttanna Seint bólar á Barða og Ekki bólar enn á Barða. Í tveimur heimildum (ÞjóðsJÁ I, 183); (s18 (JS 395)) er orðasambandið talið tengjast þjóðsögunni af Kötlu sem átti að hafa drekkt pilti að nafni Barði í sýrukeri, sbr. einnig þjóðsöguna af Jóru í Jórukleif. Yngri myndirnar samsvara dæmunum úr Heiðarvíga sögu merkingarlega og stuðlasetningin (bólar – Barða) er í fullu samræmi við íslenskt brageyra.

****

Oft getur verið erfitt að greina muninn á málshætti og föstu orðasambandi (orðtaki eða orðatiltæki). Eitt af mörgu sem ég sé eftir að hafa ekki tekið með í Orð að sönnu er eftirfarandi:

Orð eru dýr ‘orð eru vandmeðfarin; ábyrgð fylgir orðum’.  f20/m20. öld:

Í Brekkukoti voru orðin of dýr til að nota þau – af því þau þýddu eitthvað; okkar tal var einsog óverðbólgnir peningar (HKLBrk. 22.k.);
Orð eru dýr og geta læknað marga undina. Orðagjálfur er hins vegar aðeins til ama (Frbl 29.7. 2009, 40);
Einu hefur tæknin ekki breytt: Orð eru dýr. Þau þurfa góða meðferð, umhyggju og alúð (Mbl 11.10.2000, 5).

Lengi hélt ég að sannmælið ætti rætur sínar í Brekkukotsannál, sbr. hér að ofan. En nú er ég ekki viss. Elsta dæmi um svipað orðafar má finna í kveðskap Einars Benediktssonar (Davíð konungur):

*Orð eru dýr, þessi andans fræ, / útsáin, dreifð fyrir himinblæ, / sem fljóta á gleymskunnar sökkvisæ (EBenLj III, 214);

sbr. einnig kveðskap Sigfúsar Daðasonar (Hendur og orð II):

*Tign mannsins segja þeir / þó þeir geri sér ekki ljóst að orð eru dýr / né með hverju þeir geti borgað (SigfD 46).

Sagt er að einu gildi úr hverju koti gott kemur en hvort sem ‘höfundurinn’ er Einar Benediktsson eða Halldór Kiljan Laxness sannast hér að skáld eru höfundar allrar rýnni.

****

Oft er sagt að saman fari skýr framsetning og skýr hugsun. – Vitaskuld er nauðsynlegt að vanda alla texta en það á þó ekki síst við um lagamál. Í hraða nútímans finnst mér nokkur misbrestur á þessu og gætir þess nokkuð í lögum, álitsgerðum og dómsorðum, svo að nokkuð sé nefnt. Ég vék að þessu í 227. pistli og nú langar mig til að tefla fram tveimur dæmum lesendum til umhugsunar:

Héraðsdómur segir að með því að selja inneignina fyrir óhæfilega lágt verð hafi M. ... skert rétt lánardrottna sinna til að öðlast fullnægju af eignum sínum [þ.e. hans] (Mbl 4.10. 18, 11); 
var hann ákærður fyrir að að hafa ..... stofnað til nýrra skulda .... og hafa með því skert rétt annarra lánardrottna sinna en Afls sparisjóðs til að öðlast fullnægju af eignum hans (Mbl 4.10.18, 11).

Þetta finnst mér afar torskilið. Hvar merkir að öðlast fullnægju af eignum sínum eða annarra? Ekki bætir úr skák að notkun afturbeygða fornafnsins virðist mér hér nokkuð einkennileg, stangast reyndar á í dæmunum tveimur. Sumir kynnu að halda því fram að það sem tekist er á um fyrir dómstólnum í þessu tilviki sé sérstakt og því lítt áhugavert fyrir gamlan málfræðing á eftirlaunum. Ég er ósammála því, mér var kennt frá blautu barnsbeini að lögin væru fyrir alla og þá um leið allt sem þau snertir.

Jón G. Friðjónsson, 16.11.2018

Lesa grein í málfarsbanka

bóla kv
[Hagfræði]
samheiti verðbóla
[enska] bubble

verðbóla kv
[Hagfræði]
samheiti bóla
[enska] bubble

bóla
[Læknisfræði]
[latína] bulla

bóla
[Læknisfræði]
samheiti nabbi
[enska] papule,
[latína] papula

bóla kv
[Ónæmisfræði]
samheiti blaðra
[skilgreining] lítill himnubundinn sekkur í umfrymi
[dæmi] átbóla
[enska] vesicle

ból h. ‘býli, aðsetur; bældur blettur eftir fé, kvíaból; rúm, svefnstaður; samgotungar, dýraungar; dufl, legudufl’; sbr. fær. ból ‘bæli’, nno. bôl ‘bústaður, bæli’, sæ. bol ‘herbergi, vistarvera’, sæ. máll. bol ‘bústaður’, d. bol ‘smábýli’. Sbr. og mlþ. bōl ‘jarðeign’, bōdel ‘eigur’, fsax. bōdlos ‘byggt ból’, fe. bold, botl ‘vistarvera, hús’. Líkl. < germ. *bōþla- eða *buþla-, sk. búa (3) og bóndi, sbr. lith. būklas ‘dýrabæli, vistarvera’, būklė̃ ‘heimkynni’, tékkn. bydlo ‘bústaður, gripahús’. Sumir ætla að ból ‘legustaður, bæli’ sé af öðrum toga en ból ‘býli’ og sk. gr. phōléos ‘bæli villidýra’, en slík aðgreining er ástæðulaus, sbr. lith. og tékkn. orðin, og stangast þar að auki á við þt. so. að bæla, sem jafnan er bœlti í físl. Af ból er leidd bóla s. † ‘leigja jörð’ og bóli k. † ‘leiglendingur’ og so. að bæla. Sjá búa (3), býli og bæla (2).


1 bóla kv. ‘smáblaðra, nabbi, lítil, kúpt málmhlíf; bólusótt’; sbr. nno. bôle kv., hjaltl. bulek. E.t.v. < germ. *buh(i)lōn, sk. fhþ. buhil ‘hæð, hóll’, holl. bochel ‘hnúður, kryppa’, sbr. buggi; eða < germ. *bōwlōn, sk. beyla (1), fe. bȳl(e), fhþ. būlia, pūlla ‘bóla’, paula ‘blaðra’ og gotn. ufbauljan ‘blása upp, stæra sig’. En orðsiftir þessar eru raunar skyldar sín á milli; bóla ‘lítil málmhlíf’ gæti verið to. úr fe., sbr. me. boule ‘smákúla’, þótt svo þurfi ekki að vera.


2 bóla kv. † ‘páfabréf, innsigli’. To. úr fr. boule < lat. bulla. Sjá bulla (2).


3 bóla s. ‘mynda bólur, brydda á: b. á e-u’, leitt af bóla (1); bóla sig ‘leggjast’: féð bólar sig, dregið af ból (s.þ.).


4 bóla s. (17. öld; stakorð í rímum): b. með ‘hórast með’. To. úr gd. bole, mlþ. bôlen (s.m.).