bósalegur fannst í 1 gagnasafni

bósi k. ‘kvensamur maður; klaufi, stirðbusi; feitlagið og pattaralegt kornabarn’; bósalegur l. ‘stirðlegur, klaufskur’. Sbr. fær. bósi k. ‘digur og klunnalegur maður; æringi; tarfur; stór bátur’ og bósin ‘þrekvaxinn, stór og digur’, nno. bôse k. ‘kubbur, stórt stykki, stór og þrekinn maður’, bôsen ‘feitur og rjóður í kinnum’ og bôsa ‘troða út, fylla’. Bósi kemur líka fyrir sem pn. í norr., sbr. Bósasögu, og hefur verið tengt fe. Bōsa og fhþ. Buoso (pn.) og þau talin í ætt við fe. baso ‘purpurarauður’ og fi. bhá̄s(as)- ‘ljómi’, en erfitt er að sjá hvernig ólíkar merkingar orðsins bósi gátu þróast af slíku tákngildi eða t.d. sótt margbreytileg merkingartilbrigði sín til Bósasögu. Réttast er að taka ættfærslu (pn.) fe. Bōsa og fhþ. Buoso með varúð, og þótt hún væri rétt er líklegt að norr. samnafnið bósi eigi sér aðra skýringu, enda bendir flest til þess að grunnmerking þess sé önnur ɔ ‘digur, kubbslegur’ e.þ.h. og e.t.v. mætti hugsa sér germ. *bōs- < ie. *bhōu-s-, sbr. beysinn, eða < *bhōs- sk. fi. -psu- ‘blástur,…’ og bhasát ‘rass’. Í nísl. koma fyrir no. bósafold kv. ‘ógreiðfært land, illslægt þýfi’, Bósi k. hundsheiti og lo. bósóttur ‘dökkur að ofan en ljós á kvið (um skepnur)’ og óljóst hvort eða hvernig þau tengjast orðinu bósi. (En e.t.v. á orðstofninn bós- í fyrstnefnda orðinu við þúfur, en við kvið eða rass í þeim síðarnefndu). Í merk. ‘kvennabósi’ er orðið bósi tengt Bósasögu.