bölta fannst í 1 gagnasafni

1 bölt h., böltur h. (18. öld) ‘brölt, umbrot, ólæti’; bölta s. og böltra s. ‘bylta sér, brjótast um’. Líkl. sk. balta (1) og bylta (1), en myndun orðsins og upphafl. gerð ekki fullljós. E.t.v. er r-viðskeytta so. eldri (< *balturōn) og bölta fengið ö-ið þaðan. Sjá böltungur.


2 bölt kv., bölti, böltur k. (17. öld) ‘blýkúla eða járngaddur í hlekkjafesti fanga’; einnig bolt h. (s.m.). Efalítið to. af sama toga og bolti (1) (s.þ.). E.t.v. hefur orðið fengið ö vegna e-a hugtengsla við bölti og böltur ‘hóll, þúst,…’.


bölti k., böltur k. (17. öld) ‘hjalli, barð, hóll, þústa’. E.t.v. upphafl. u-st. *baltu- og v.b. bölti ung og hefur fengið ö frá böltur. Sbr. nno. balt ‘smástrákur, sendisveinn’, balter ‘flóki, hnoðri’, sæ. máll. balta ‘vöðla saman’ og fno. bultað(u)r aukn., nno. bulten ‘böggulslegur, feitlaginn’ og d. bylt ‘böggull’ sem er e.t.v. to. úr (m)lþ. bült(e) ‘bunki, dyngja’ (hljsk.). E.t.v. er ísl. örn. Bylta (fjallsheiti) (s.þ.) af þessum sama toga. Af germ. rót *bel-t-, ie. *bhel-d-, sbr. *bhel- í bali (1) og bolur.