baggalutur fannst í 1 gagnasafni

baggalútur, baggalutur k. (17. öld) ‘kúlulaga smásteinn úr ljósgrýti, blóðstemmusteinn; dordingull; drengsnáði’. Orðið á sér ekki samsvörun í skyldum grannmálum; uppruni og upphafleg mynd þess óviss. Skvt. JGrv. merkir baggalútur ‘sá sem bograr undir byrði’. Tæpast rétt. Upphaflega myndin e.t.v. *bagga(h)lut(u)r ‘smábaggi, böggull’ e.þ.h., sbr. sæ. máll. bagge ‘hrútur, piltur’, nno. nordbagge ‘tordýfill’, sæ. skalbagge ‘bjöllutegund’.