bak fannst í 7 gagnasöfnum

bak -ið baks; bök stíga á bak; falla aftur á bak; bak|streymi

bak nafnorð hvorugkyn

afturhliðin á búk manns eða dýrs


Sjá 3 merkingar í orðabók

bak no hvk
bak no hvk (stólbak)
bak ao

Orðasambandið standa einhverjum að baki merkir: vera slakari en einhver.
Orðasambandið standa einhverjum á sporði merkir: vera jafnoki einhvers.

Lesa grein í málfarsbanka


Orðtakið snúa bökum saman merkir: sýna samstöðu. Orðtakið standa einhverjum að baki merkir: vera slakari en einhver.

Rétt er með farið að segja ber er hver að baki nema sér bróður eigi.

Lesa grein í málfarsbanka


Rétt er farið með að segja: sjá á bak einhverjum.

Lesa grein í málfarsbanka


Andstæðan fyrir framan – fyrir aftan vísar oftast til hluta sem eitthvað snýr greinilega fram og aftur á, t.d.:

Sittu fyrir framan/aftan mig;
stattu fyrir framan/aftan bílinn.

Orðapör sem þessi eru hluti af kerfi forsetningasambanda sem kveða nánar á um stöðu (staðsetningu) hluta í beinni og óbeinni merkingu, sbr.:

fyrir ofan – fyrir neðan;
ofan við – neðan við;
fyrir norðan – fyrir sunnan;
framan/aftan/ofan/neðan ... við e-ð o.s.frv.

Á 16. öld kom fram nýmælið á bak við e-ð > bak við e-ð en það vísar jafnan til hluta sem sjást ekki, t.d.:

e-ð er á bak við tré/skáp;
standa á bak við e-ð.

Að merkingu svipar orðasambandinu á bak við e-ð að nokkru leyti til merkingar orðasambandsins fyrir aftan e-ð. Þess eru fjölmörg dæmi úr sögu íslenskrar tungu að nýmæli geta valdið óvissu í málbeitingu, m.a. af þeirri ástæðu að merking skarast.

Sá sem þetta ritar hefur vanist því að tala um bílastæði á bak við Háskólann en helst ekki: ?bílastæði fyrir aftan Háskólann. Einnig finnst honum eðlilegra sitja fyrir aftan e-n (í leikhúsi) en ?sitja á bak við e-n. Í báðum tilvikum mun málnotkun nokkuð á reiki.

Í allnokkur skipti bar sá sem þetta ritar ábyrgð á námskeiði sem nefndist Forsetningar í íslensku. Þar var lögð áhersla á að fara yfir kerfið og skýra það með dæmum en snar þáttur í kennslunni var að nemendur voru hvattir til að bera fram spurningar. Einhverju sinni bar námsmær fram spurninguna: Hvað finnst kennaranum um dæmið:

Staður konunnar er á bak við eldavélina?

Hér bar vel í veiði, dæmið braut augljóslega í bág við ákveðna þætti í kerfi forsetninga og það mátti auðveldlega sýna með skýringarmyndum á töflu og bæta við ýmsum skyldum ferlum. Þetta gerði kennarinn og var svo ánægður með sjálfan sig að því loknu að hann bauð upp á frekari spurningar um efnið. Þá var honum sagt að tiltekinn fyrrverandi ráðherra hefði látið þessi orð falla. Kennaranum varð auðvitað ljóst að hann hafði fallið í gildru. Í fyrsta lagi snerist málið alls ekki um málfræði og í öðru lagi getur enginn kennari með snefil af sjálfsvirðingu liðið að rætt sé um nafngreinda menn í kennslustund.

***
             
Allir vita að sannleikurinn er sagna bestur en naumast hefur nokkur orðað það betur en Hallgrímur Pétursson:

*Vei þeim dómara er veit og sér / víst hvað um málið réttast er, / vinnur það þó fyrir vinskap manns / að víkja af götu sannleikans (m17 (HPPass XXVII, 5)).

Jón G. Friðjónsson, 2016

Lesa grein í málfarsbanka

bak
[Læknisfræði]
[enska] back,
[latína] dorsum

bak
[Hannyrðir]
samheiti bakhluti
[enska] back

bakhluti
[Hannyrðir]
samheiti bak
[enska] back

bak h. ‘hryggur; bakhlið e-s’; baka s. ‘setja bakið í’. Sbr. fær., nno. og sæ. bak, d. bag, fe. bæc, fsax. bak, fhþ. bah, ne. back og nhþ. backe. Uppruni orðsins er ekki fullljós, en líkl. sk. bakki (1) og bekkur (1) af ie. *bheg-, *bheng- ‘beygja, brjóta’, sbr. fi. bhanákti ‘beygir, brýtur’ og bhañji- ‘brot, bugur’. Frummerking orðsins væri þá e.t.v. ‘kryppa’, sbr. hryggur (1) (s.þ.). Sjá baka (1), -baka, -bakur, bekill; ath. bekkja(st), bjaka, bjaklaður og bækill; (bak er líka notað sem fs. eða fs.-liður: bak jólum, bak við).