baka fannst í 7 gagnasöfnum

bak Hvorugkynsnafnorð

baka Kvenkynsnafnorð

Baka Kvenkynsnafnorð, örnefni

baka Sagnorð, þátíð bakaði

bak -ið baks; bök stíga á bak; falla aftur á bak; bak|streymi

baka 1 -n böku; bökur, ef. ft. bakna böku|deig

baka 2 bakaði, bakað baka brauð; baka honum vandræði

baka 3 húsið stóð baka til í garðinum; hann fór til baka

baka nafnorð kvenkyn

ofnbakaður réttur úr deigbotni og fyllingu


Fara í orðabók

baka sagnorð

fallstjórn: þolfall

elda (e-ð) í bakarofni

ég bakaði kökur fyrir afmælisboðið

börnin fengu að baka í leikskólanum


Sjá 3 merkingar í orðabók

bak no hvk
bak no hvk (stólbak)
bak ao

baka no kvk
baka so
sólin bakar <landið>

Orðasambandið standa einhverjum að baki merkir: vera slakari en einhver.
Orðasambandið standa einhverjum á sporði merkir: vera jafnoki einhvers.

Lesa grein í málfarsbanka


Orðtakið snúa bökum saman merkir: sýna samstöðu. Orðtakið standa einhverjum að baki merkir: vera slakari en einhver.

Rétt er með farið að segja ber er hver að baki nema sér bróður eigi.

Lesa grein í málfarsbanka


Rétt er farið með að segja: sjá á bak einhverjum.

Lesa grein í málfarsbanka


Sögnin baka tekur með sér andlag í þolfalli en óbeint andlag í þágufalli. Hún bakar brauð (þf.) á hverjum degi. Þau voru alltaf að baka einhver vandræði (þf.). Hann hefur bakað henni (þgf.) gífurlegar áhyggjur (þf.) í gegnum tíðina.

Lesa grein í málfarsbanka

bak
[Læknisfræði]
[enska] back,
[latína] dorsum

bak
[Hannyrðir]
samheiti bakhluti
[enska] back

bakhluti
[Hannyrðir]
samheiti bak
[enska] back

bak h. ‘hryggur; bakhlið e-s’; baka s. ‘setja bakið í’. Sbr. fær., nno. og sæ. bak, d. bag, fe. bæc, fsax. bak, fhþ. bah, ne. back og nhþ. backe. Uppruni orðsins er ekki fullljós, en líkl. sk. bakki (1) og bekkur (1) af ie. *bheg-, *bheng- ‘beygja, brjóta’, sbr. fi. bhanákti ‘beygir, brýtur’ og bhañji- ‘brot, bugur’. Frummerking orðsins væri þá e.t.v. ‘kryppa’, sbr. hryggur (1) (s.þ.). Sjá baka (1), -baka, -bakur, bekill; ath. bekkja(st), bjaka, bjaklaður og bækill; (bak er líka notað sem fs. eða fs.-liður: bak jólum, bak við).


1 baka kv. ‘flesk; spikstykki af sel (með húðinni á)’. Sk. bak (s.þ.). Tæpast to. úr mlþ. bake ‘fleskstykki’. Sjá baka (2), -baka og beikon.


2 baka kv. (nísl.) ‘ávalt borð sem fyrst er sagað af trjábol’. Sjá bak, baka (1) og -baka; ath. afbaka.


3 baka s. ‘verma, hita; steikja (við eld); valda e-m e-u’; sbr. fær., nno., sæ. baka, d. bage, fe. bacan, fhþ. bahhan (st.so., þt.et. bōc, buoh), ne. bake, nhþ. bachen. Sk. gr. phó̄gein ‘steikja’, af sömu rót (ie. *bhē-, *bhō-, *bhǝ-) og bað og þ. bähen ‘verma’. Af baka eru leidd no. bakstur og bakari sem reyndar er líklega to., sbr. gd. bakær, lþ. bakker, fe. bæcere, og bakarí h. to. úr d. bageri.


4 baka síðari liður sams. til baka ‘aftur,…’; sbr. d. til bage, frísn. to bek, lþ. to ruk, nhþ. zurück. Ísl. orðið er to. eða eftirmyndun eftir d. orðinu, sem líkl. er sniðið eftir hinum þýsku.