ballr fannst í 1 gagnasafni

ball(u)r l. ‘djarfur, baldinn, harður, sterkur, hreinskilinn’; sbr. fær. baldur ‘sterkur, djarfur, fagur’, nno. bald (s.m.), sæ. båld, d. bold, fe. beald, fhþ. balt ‘djarfur, hraustur’ (< *balþa-); gotn. balþaba ‘djarflega’. Sbr. baldur l., sk. baldinn, ofbeldi, bella (2), bali (1), bálkur, belgur, beli (1), bolli, böllur. (Af ie. *bhel- ‘þrútna, svella’ (með ýmsum rótaraukum). Af merk. ‘þrýstinn, sver’ æxlast svo ýmis tilbrigði, eins og t.d. ‘e-ð svert eða kúlulaga, sterkur, djarfur’ o.s.frv.).